Í gær fóru fram fyrri leikirnir í fjórðungsúrslitum úrslitakeppni 3. deildar karla.
Það er útlit fyrir spennandi leiki þegar síðari viðureignirnar fara fram á þriðjudagskvöldið en tveimur leikjum lauk með jafntefli í gær og tveimur með eins marks sigri.
Þau tvö lið sem komast í sjálfan úrslitaleikinn tryggja sér sæti í 2. deildinni á næstu leiktíð.
Úrslit gærdagsins:
Ýmir - BÍ/Bolungarvík 2-1
Hamrarnir/Vinir - Berserkir 1-0
KV - Sindri 2-2
Huginn - Skallagrímur 1-1
1-0 Birgir Hákon Jóhannsson (24.)
1-1 Valdimar Kristmunds Sigurðsson, víti (61.)
