Allt undir í tvenndarleiknum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 13:25 Ragna Ingólfsdóttir og Katrín Atladóttir. Mynd/Völundur Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00. Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira
Síðar í dag mætir íslenska landsliðið í badminton því finnska í hreinum úrslitaleik um hvort liðið heldur sæti sínu í A-deild Evrópumótsins. Ísland vann í morgun sigur á Eistum, 3-2, í æsispennandi viðureign um hvort liðið kæmist í leikinn um þrettánda sætið á mótinu. Það sæti gefur áframhaldandi þátttökurétt í A-deild en þrjú neðstu liðin á mótinu, sem lenda í 14.-16. sæti, falla í B-deildina. „Þetta var afar sætur sigur eins og þetta var súrt í gær," sagði Árni Þór Hallgrímsson landsliðsþjálfari en Ísland tapaði naumlega fyrir Tékklandi í gær, 3-2. „Þetta var sama þróun í dag, þetta stóð hrikalega tæpt en hafðist í lokin." Árni segir að íslenska liðið sé betra en það eistneska en að það hafi náð að hanga lengi vel í viðureigninni. Úrslitin réðust í oddalotunni í tvíliðaleik kvenna sem þær Ragna Ingólfsdóttir og Tinna Helgadóttir unnu, 21-18. „Þær eistnesku voru sterkari en við bjuggumst við en þetta hefði getað farið á hvorn veginn sem var." Ísland vann einnig sínar viðureignir í tvíliðaleik karla og tvenndarleik en það tapaði báðum einliðaleikjum sínum. Árni segir að það hafi verið viðbúið. „Ragna spilar ekki í einliðaleik, bæði vegna þess að hún þarf að hlífa sér vegna meiðsla sinna og við viljum heldur ekki fórna henni í einliðaleikinn. Okkar möguleikar felast í því að vinna tvenndar- og tvíliðaleikina því við eigum litla möguleika í einliðaleiknum." „Það sama verður upp á teningnum gegn Finnum. Þau eru með mjög sterka leikmenn í einliðaleiknum og við eigum litla möguleika þar. Við eigum hins vegar jafna möguleika í tvenndar- og tvíliðaleik og þar liggur okkar möguleiki." Fyrsta viðureignin verður í tvenndarleik þar sem Ragna og Helgi Jóhannesson keppa fyrir Íslands hönd. Í kjölfarið koma báðar viðureignirnar í einliðaleik. „Þetta þýðir að við hreinlega verðum að vinna tvenndarleikinn. Ef við lendum 3-0 undir verður leiknum lokið og tvíliðaleikirnir fara ekki einu sinni fram. Það er því allt undir í tvenndarleiknum." Viðureign Íslands og Finnlands hefst klukkan 16.00.
Erlendar Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Viggó finnur til aukinnar ábyrgðar: „Mun mæða meira á mér“ Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ Víkingarnir í NFL leggja „Eyjametnað“ í fögnin sin „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Munar meira en fimmtíu milljónum á tapi og sigri í kvöld Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Þekkt fyrir að breyta mínútum í meistaraverk“ Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Sjá meira