Umfjöllun: Fram færðist nær titlinum 13. apríl 2008 12:04 Einar Jónsson horfði á sínar stelpur hleypa Gróttu inn í leikinn í seinni hálfleik. Fréttablaið/Vilhelm Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira
Ótrúlegur seinni hálfleikur Gróttu dugði ekki til að slá á titilvonir Fram, sem vann tveggja marka sigur og hélt fjögurra stiga forustu. „Við hlökkum til að eiga við Val,“ sagði Einar Jónsson þjálfari Safamýrarstúlkna. Fram hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og fór liðið á kostum. Liðið var sjö mörkum yfir í hálfleik, 17-10, og virtist ætla að rúlla yfir fámennt lið Gróttu. Þrátt fyrir að vera aðeins með ellefu leikmenn á skýrslu var seinni hálfleikur eign Gróttu. Liðið byrjaði mun betur og minnkaði muninn í fimm mörk strax í byrjun. Fram náði ágætum kafla um miðbik hálfleiksins og skoraði þrjú mörk í röð og komst átta mörkum yfir, 18-26. Í kjölfarið missti Grótta leikmann af velli í tvær mínútur en einum færri skoraði Grótta þrjú mörk gegn engu og með fullmannað lið bætti það um betur og skoraði alls sjö mörk í röð og munurinn skyndilega kominn niður í eitt mark, 25-26. Gróttu skorti þrek til að láta kné fylgja kviði og Fram marði að lokum tveggja marka sigur, 28-26. Fram er því enn með þriggja stiga forystu á Val á toppi deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Stjarnan kemur næst fjórum stigum á eftir en Stjarnan á þrjá leiki eftir og er með betri innbyrðis árangur gegn Fram. Einar Jónsson, þjálfari Fram, var ekki sáttur við leik síns liðs í síðari hálfleik. „Þetta er ennþá í okkar höndum, sem er sennilega það eina jákvæða við seinni hálfleikinn. Við spiluðum 30 mínútur frábærlega og 30 mínútur ömurlega. Við töluðum sérstaklega um það í hálfleik að halda áfram að spila okkar leik en eins og oft áður héldu menn ekki haus, fóru að gera hlutina upp á eigin spýtur og héldu að þetta væri komið. Þá fer svona en sem betur fer kláruðum við þetta. Það er frábært að ná í tvö stig hér en við áttum að klára leikinn á sannfærandi máta.“ Fram leikur eins konar úrslitaleik við Val á fimmtudaginn kemur en með sigri í þeim leik og í lokaleik liðsins gegn FH verður liðið Íslandsmeistari en tapi liðið verður Stjarnan meistari vinni Garðbæingar síðustu þrjá leiki sína. „Við hlökkum til að eiga við Val og förum án pressu í leikinn. Við ætlum að hafa gaman að þessu og njóta þess. Við erum í þessu fyrir svona leiki,“ sagði Einar í leikslok.- gmi
Olís-deild kvenna Mest lesið Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Handbolti Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Handbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM Handbolti Fleiri fréttir Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Danir verða mótherjar Íslands í undanúrslitunum Stolt móðir Gísla Þorgeirs: Fylgdist með syninum og felldi tár Skýrsla Vals: Af hverju ekki bara að vinna gull? EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta „Við erum að vinna í að fjölga miðum“ Ísland á þrjá af fjórum þjálfurum í undanúrslitunum á EM Dagur og lærisveinar í undanúrslit og sendu Ísland niður í annað sætið Alfreð stýrði Þjóðverjum inn í undanúrslitin á EM „Það þarf heppni og það þarf gæði“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Hugaðir og hungraðir í að skrifa söguna Snorri horfir lengra: „Förum ekki í undanúrslit EM til þess að vera farþegar þar“ „Ætluðum ekki að láta þetta fara aftur úr okkar höndum“ Tölur á móti Slóvenum: Slóvenar með tólf fleiri tapaða og Ísland 13-0 í hraðaupphlaupsmörkum Ómar vill meira: „Ekki búnir að vinna neitt en erum drullusáttir“ Danmörk, Frakkland eða Þýskaland bíða í undanúrslitum Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Elvar skráður inn á EM Verða að koma með stemninguna sjálfir Ísland - Slóvenía 39-31 | Strákarnir okkar eru á leið í undanúrslit Sjá meira