Dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í dag. Fjölmargir stórleikir verða á dagskrá í umferðinni.
Ensku liðin fengu öll mjög erfiða leiki. Manchester United mætir Inter, Liverpool tekst á við Real Madrid og Arsenal dróst gegn Roma.
Claudio Ranieri, fyrrum stjóri Chelsea, mætir nú aftur sínu gamla liði en hann er nú knattspyrnustjóri Juventus.
Eiður Smári Guðjohnsen og félagar í Barcelona mætir Lyon frá Frakklandi.
Drátturinn var í beinni útsendingu á Vísi og má sjá upptöku af drættinum með því að smella hér.
Leikirnir í 16-liða úrslitum:
Chelsea - Juventus
Villarreal - Panathinaikos
Sporting Lissabon - Bayern München
Atletico Madrid - Porto
Lyon - Barcelona
Real Madird - Liverpool
Arsenal - Roma
Inter - Manchester United