Ísland vildi ekki lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. október 2008 18:38 Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytis. Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Íslensk stjórnvöld tóku ekki boði um að nýta lán frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) til að vinna bug á þeim efnahagslegu hremmingum sem steðjað hafa hér upp á síðkastið. Reuters-fréttastofan segir aðstoðarfjármálaráðherra sjö stærstu iðnríkja heims hafa rætt stöðu Íslands á símafundi á mánudag og hafi Japanir lagt fram tillögu um að bjóða Íslendingum lánalínu vegna vandans. Stjórnvöld hafi hins vegar ekki viljað óskað eftir aðstoð sjóðsins. "Íslendingar vilja ekki vera þekktir fyrir að hafa þurft að leita á náðir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Stjórnvöld leituðu frekar eftir hjálp hjá hinum norrænu seðlabönkunum en að leita eftir fjármagni hjá sjóðnum," segir heimildamaður Reuters sem bætir því við að stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafi þrýst á íslensk stjórnvöld að leita til sjóðsins. Daginn eftir símafundinn, það er í dag, tók Fjármálaeftirlitið yfir stjórn Landsbankans og leituðu stjórnvöld síðan eftir fjögurra milljarða evra láni frá Rússlandi, að því er Reuters greinir frá. Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðuneytisins, sagði í samtali við Bloomberg-fréttastofuna á föstudag í síðust viku að ríkisstjórnin myndi mjög fljótlega tilkynna um áætlun til að dæla auknu lausafé inn á íslenska markaðinn. "Við erum að vinna að áætlun," sagði Tryggvi Þór. "Og miðað við stöðuna á markaðinum nún er augljóst að hún verður að liggja fyrir mjög fljótlega." Þá vildi Tryggvi Þór ekki greina frá áætluninni í smáatriðum. "Sú upphæð sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gæti veitt okkur er minniháttar. Við erum iðnvætt þjóðfélag og fimmta auðugasta þjóð í heimi miðað við höfðatölu. Við erum að vinna að ýmsu til að auka lausafé í umferð en IMF er ekki inni í myndinni," sagði hann.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira