Pólstjörnufangar kröfðu samfanga um verndartolla 3. september 2008 00:01 Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fangar sem afplána dóma á Litla-Hrauni vegna Pólstjörnumálsins hafa verið aðskildir vegna meintrar ofbeldisfullrar hegðunar innan veggja fangelsisins. Þeir hafa krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Þá hafa þeir tvívegis ráðist á og slasað samfanga. Fyrri líkamsárásin var í lok mars. Þá komu fjórir fangar inn í söluturn í fangelsinu þar sem fyrir var einn fangi. Hann vissi svo ekki fyrr en hann fékk sting í aðra rasskinnina. Þegar hann fór að huga betur að varð hann var við að í rasskinninni stóð útskurðarsporjárn sem einn mannanna fjögurra hafði stungið í hann. Fanginn var fluttur á heilsugæsluna á Selfossi þar sem gert var að sárinu. Hann var síðan fluttur til áframhaldandi afplánunar í öðru fangelsi, þar sem hann dvelur nú. Hinir fjórir voru aðskildir og yfirheyrðir sem sakborningar. Síðari árásin átti sér stað á fimmtudagsmorgun, í kennslustofu á Litla-Hrauni. Kennarinn þurfti að bregða sér frá örskamma stund. Þrír fangar notuðu tækifærið og réðust á samfanga sinn. Þeir létu högg og spörk dynja á honum þar sem hann lá á gólfinu. Meðal annars þurfti að sauma áverka á andliti hans, auk þess sem hann var blár og bólginn. Þá hafa borist kvartanir vegna þessara sömu manna þess efnis að þeir hafi krafið samfanga um verndartolla, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Fangelsismálayfirvöld hafa gert ráðstafanir til að koma í veg fyrir að atburðir af þessu tagi geti endurtekið sig. Lögreglan á Selfossi hefur fengið bæði líkamsárásarmálin til rannsóknar. Rannsókn stungumálsins er lokið og hefur það verið sent til ríkissaksóknara. Vegna síðari líkamsárásarinnar hefur lögregla yfirheyrt þrettán fanga, eða alla þá sem voru í skólastofunni. Unnið er að rannsókn málsins af fullum krafti, en fangarnir þrír sem grunaðir eru um verknaðinn hafa neitað sök, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.- jss
Pólstjörnumálið Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira