Gengi hlutabréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum rauk upp í byrjun dags í Kauphöll Íslands. Straumur og Eimskip eru undantekning. Gengi bréfa í Straumi féll um rúm þrjú prósent og Eimskips um 0,67 prósent. Þá lækkaði gengi Alfesca lítillega.
Þá hækkaði gengi bréfa í Kaupþingi um 1,58 prósent á sama tíma, í SPRON um 1,48 prósent og FL Group um 1,2 prósent. Kaupþing gaf eftir og SPRON tók toppsætið.
Þá hækkaði gengi bréfa í Össuri sömuleiðis um rétt rúmt prósent.
Landsbankinn, Exista, Bakkavör, Atorka, Teymi og Marel hafa öll hækkað undir prósenti á sama tíma.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,59 prósent í upphafi dags og stendur vísitalan í 5.212 stigum.