NBA í nótt: Lakers á toppinn í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. apríl 2008 09:20 Kobe Bryant gegn Bruce Bowen í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira
LA Lakers vann sinn þriðja leik í röð í NBA-deildinni í nótt og um leið mikilvægan sigur í toppslag Vesturdeildarinnar er liðið vann San Antonio, 106-85. Með sigrinum fór Lakers á topp Vesturdeildarinnar en liðið er einnig búið að tryggja sér sigur í Kyrrahafsriðlinum. Aðeins þrír leikdagar eru eftir af deildakeppninni en spennan er gríðarleg í Vesturdeildinni þar sem sex efstu liðin berjast um heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Þá er barátta Denver og Golden State um áttunda sætið í vestrinu í hámarki. Liðin í deildinni eiga annað hvort einn eða tvo leiki eftir en New Orleans á leik til góða á Lakers og getur með sigri komist aftur í toppsæti deildarinnar. New Orleans mætir LA Clippers í nótt. San Antonio er í þriðja sæti Vesturdeildarinnar þrátt fyrir að liðið tapaði fyrir Lakers í nótt. Kobe Bryant skoraði 20 stig fyrir Lakers þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta en sigur Lakers var nokkuð öruggur. Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Lakers vinnur Kyrrahafsriðilinn en liðið mætir Sacramento í síðasta leik sínum fyrir úrslitakeppnina í nótt. Lamar Odom skoraði sautján stig og tók fjórtán fráköst í leiknum en alls tók Lakers 25 fleiri fráköst í leiknum en San Antonio. Tony Parker var með 20 stig fyrir San Antonio en Tim Duncan var með sextán stig og tólf fráköst. Denver vann Houston, 111-94, og gerði þar með nánast út um vonir Houston að ná toppsætinu í Vesturdeildinni. En um leið hélt Denver pressu á Golden State í baráttu liðanna um áttunda sæti deildarinnar en síðarnefnda liðið lék ekki í nótt. Allen Iverson skoraði 33 stig í leiknum en varamaðurinn JR Smith átti stjörnuleik í nótt og skoraði 23 stig. Hjá Houston var Luther Head stigahæstur með nítján stig en Tracy McGrady kom næstur með sextán stig. Denver mætir Memphis í lokaleik sínum á miðvikudagskvöldið en Golden State á leik gegn Phoenix í kvöld og svo Seattle á miðvikudagskvöldið. Denver er hins vegar með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn Golden State sem þýðir að ef liðið vinnur Memphis skiptir ekki máli þótt Golden State vinni báða sína leiki. Denver gæti meira að segja náð sjöunda sætinu af Dallas ef liðið tapar fyrir New Orleans á miðvikudagskvöldið. Ef Golden State vinnur báða sína leiki sem liðið á eftir og kemst samt ekki í úrslitakeppnina verður það fyrsta liðið í sögu NBA-deildarinnar sem vinnur 50 leiki á tímabilinu en kemst ekki í úrslitakeppnina. Seattle vann Dallas, 99-95, í lokaleik sínum á heimavelli í vetur. Reyndar er óvíst um framtíð liðsins í Seattle þar sem liðið gæti hugsanlega flutt til Oklahoma. Verði það raunin var þetta síðasti heimaleikur Supersonics í Seattle í langan tíma. Það var því við hæfi að liðið ynni annars sjaldgæfan sigur þar sem liðið er með næstversta árangurinn í NBA-deildinni með aðeins nítján sigra. Nýliðinn Kevin Durant hefur verið skærasta stjarna Seattle í vetur og hann skoraði tvívegis á síðustu 45 sekúndum leiksins en Seattle var sex stigum undir þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Hann skoraði nítján stig í leiknum en stigahæstur var Earl Watson með 21 stig. Dirk Nowitzky skroaði 32 stig fyrir Dallas og Jason Terry 25. Í Austurdeildinni fóru einnig fram þrír leikir og voru úrslitin öll eftir bókinni. Orlando vann sinn 50. leik á tímabilinu er liðið vann Chicago, 104-84. Detroit vann Toronto, 91-84, og Cleveland vann Miami, 84-76. Staðan í deildinni Úrslitakeppnin eins og hún lítur út í dag NBA-bloggið á Vísi
NBA Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Kevin Durant fer til Houston Rockets Sjá meira