Gengi hlutabréfa í Össur og Marel Food Systems er það eina sem hefur hækkað í Kauphöllinni frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag.
Gengi hlutabréfa í Össuri hefur hækkað um 1,48 prósent og í Marel um 0,86 prósent.
Fimm viðskipti áttu sér stað í byrjun dags í hvoru fyrirtæki upp á tæpar 130 milljónir króna.
Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,28 prósent og stendur hún nú í 658 stigum.