Staðreyndir í stað stóryrða Hrannar Björn Arnarsson skrifar 12. júní 2008 00:01 Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrannar Björn Arnarsson Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Það fór líkt og mig grunaði. Engan finnur Guðni Ágústsson raunverulegan grundvöll fyrir stóryrðum sínum og svikabrigslum vegna aðgerða ríkisstjórnarinnar í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja. Hann viðurkennir hins vegar ekki mistök sín og dregur hvorki til baka hinar röngu fullyrðingar um „svik á Ásmundarsamkomulaginu“ né stóryrðin „drottinsvik“, „hundsbit“ eða „lágkúru“ ríkisstjórnarinnar í þessu sambandi. Guðni bætir bara í, virðist stappa niður fótunum um leið og hann skrifar með þjósti, en án raka: „Víst voru þeir sviknir“. Í mínum huga er þetta mál afar einfalt hvað sem líður öllum stóryrðum. Fullyrðingar Guðna um að Ásmundarsamkomulagið hafi verið svikið með ákvörðunum núverandi ríkisstjórnar í lífeyrismálum eiga sér ekki stoð í raunveruleikanum. Hvergi í þeim texta kemur fram að þróun lífeyris almannatrygginga ætti að miðast við dagvinnutryggingu launafólks, hvað þá að eitthvert slíkt ímyndað viðmið væri ígildi kjarasamnings eins og Guðni heldur fram. Þvert á móti segir skýrt og skorinort í 14. gr. Ásmundarsamkomulagsins að ákvarðanir um endanlegar bætur lífeyrisþega í framhaldinu eigi að ráðast „af ákvæðum laga um almannatryggingar“. Í samræmi við gildandi lög var í upphafi árs ákveðið að hækka lífeyri um 3,3% en sú prósenta var forsenda fjármálaráðuneytisins um launaþróun á árinu við gerð fjárlaga. Um áramótin fengu hins vegar umbjóðendur Alþýðusambands Íslands ekki neinar kjarasamningsbundnar hækkanir, enda var ekki fyrirliggjandi samningur þá. Eftir að kjarasamningur Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins var undirritaður voru forsendur fjármálaráðuneytisins endurreiknaðar til að tryggja lífeyrisþegum sambærilegar hækkanir. Á grundvelli upplýsinga frá Alþýðusambandi Íslands og Samtaka atvinnulífsins liggur fyrir að meðaltalshækkun lægstu launa samkvæmt nýgerðum kjarasamningi sé um það bil 7% frá 2007. Vegna þessa bætti ríkisstjórnin við 4% frá 1. febrúar. Á grundvelli laga um almannatryggingar og í samræmi við Ásmundarsamkomulagið hefur lífeyrir almannatrygginga því hækkað um 7,4% frá áramótum, á sama tíma og meðaltalshækkun lægstu launa hjá Alþýðusambandi Íslands var um 7%. Auk þessa hefur ríkisstjórnin síðan tekið ýmiss konar ákvarðanir í lífeyrismálum sem á heilu ári munu færa öldruðum og öryrkjum ríflega 5 milljarða króna til viðbótar. Um 10% þeirrar fjárhæðar má með velvilja rekja til Ásmundarsamkomulagsins, en 90% er hrein viðbót núverandi ríkisstjórnar. Samanlagt nema þessar hækkanir á lífeyri um 9 milljörðum króna á heilu ári og jafngilda um 17% hækkun lífeyrisgreiðslna ef miðað er við árið 2007. Staðreyndin er því sú, hvað sem líður síendurteknum rangfærslum Guðna í þessum málum, að sjaldan eða aldrei hefur eins mikið verið gert í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja á eins skömmum tíma og í tíð núverandi ríkisstjórnar. Það virðist einnig ljóst að hagsmunasamtök aldraðra og öryrkja hugsa ekki sérstaklega hlýtt til þeirra tólf ára sem Framsóknarflokkurinn fór með lífeyrismálin í ríkisstjórn, hvað sem glýju Guðna yfir eigin árangri líður. Hagsmunasamtök lífeyrisþega hafa reyndar séð sérstaka ástæðu til að fagna breyttum tíma í ályktunum enda hafa þau átt afar gott samstarf við okkur í félags- og tryggingamálaráðuneytinu í því umbótaferli í lífeyrismálum sem nú er hafið. Guðna til heiðurs vitna ég að lokum til ályktunar sambandsstjórnarfundar Landssambands eldri borgara sem haldinn var í síðasta mánuði, en þar var fjallað um lífeyrismálin af þeim sem reynsluna hafa: „Eftir margra ára vanrækslu stjórnvalda er ljóst að það tekur tíma að móta nýjan og nútímalegan farveg.“ Þetta eru orð að sönnu og ég lýsi mig reiðubúinn til uppbyggilegra rökræðna við Guðna um málið, bæði „vanrækslu“-ár Framsóknarflokksins og hinn nýja tíma Samfylkingarinnar. Mér geðjast enda mun betur að staðreyndum en stóryrðum. Höfundur er aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun