Smáfuglar, nýjasta stuttmynd Rúnars Rúnarssonar, hlaut á dögunum verðlaun sem besta leikna stuttmyndin á MIFF kvikmyndahátíðinni í Melbourne í Ástralíu.
MIFF er stærsta kvikmyndahátíð Ástralíu og er áætlað að ríflega 180.000 miðar séu seldir á sýningar hátíðarinnar ár hvert. MIFF er ein af elstu kvikmyndahátíðum í heimi og heldur upp á 57 ára afmæli sitt á þessu ári.
Myndin hefur notið mikillar hylli og var meðal annars tilnefnd til gullpálmans á kvikmyndahátíðinni í Cannes í vor. Leikstjórinn ætti að vera orðinn alvanur góður móttökum, en fyrri stuttmynd hans, Síðasti bærinn í dalnum, var tilnefnd til Óskarsverðlauna árið 2006.
Smáfuglar halda áfram ferð sinni um heiminn og verður á næstunni meðal annars sýnd í Svíþjóð, Suður Frakklandi, Sarajevo og Bandaríkjunum.