Þór/KA og Stjarnan komust í dag í átta liða úrslit VISA-bikars kvenna. Þór/KA vann 4-0 sigur á liði Sindra og Stjarnan vann 1-0 heimasigur á Aftureldingu.
Rakel Hönnudóttir skoraði þrennu fyrir Þór/KA og Alexandra Tómasdóttir eitt. Mark Stjörnunnar skoraði Inga Birna Friðjónsdóttir.
Í gær komust Fylkir og ÍA í átta liða úrslitin. Fylkir vann 5-0 útisigur á Fjölni á meðan ÍA vann 4-2 útisigur á FH.