Minning Göggu 23. október 2008 06:00 Engel Lund - Gagga (1900-1996) Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Söngkonan Engel Lund, eða Gagga eins og hún var gjarnan kölluð hérlendis, verður heiðruð með margvíslegum hætti í Íslensku óperunni á sunnudagskvöldið. Lieder Theatre London, sem gaf nýverið út geisladisk með þjóðlögum ýmissa landa úr Söngbók Engel Lund við góðar undirtektir, heldur tónleika um kvöldið kl. 20 þar sem þjóðlög tólf landa verða flutt. Verða lögin flutt á tungumáli hverrar þjóðar fyrir sig og í þeirri útgáfu sem Engel Lund var þekkt fyrir að flytja þau, við píanóundirleik í útsetningu Ferdinands Rauter. Þjóðlögin eru meðal annars íslensk, norræn, tékknesk, amerísk auk þjóðlaga gyðinga. Á tónleikunum kemur fram alþjóðlegur hópur söngvara ásamt píanóleikaranum James Southall, en hópinn skipa þau Hannah Morrison, sópran, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, mezzó-sópran, Norbert Meyn, tenór, Håkan Ekenäs, barítón, Vojtech Safarik, bassa-barítón, Bragi Bergþórsson, tenór og Bylgja Dís Gunnarsdóttir, sópran. Listrænn stjórnandi tónleikanna er Norbert Meyn, tenórsöngvari og prófessor við Royal Academy of Music í London. Verkefnið var styrkt af Minningarsjóði Margrétar Björgólfsdóttur og er unnið í samstarfi við Íslensku óperuna. Miðaverð á tónleikana er 2.800 kr., en 50% afsláttur er af miðaverði fyrir 25 ára og yngri eins og venja er til í Íslensku óperunni. Fyrr um kvöldið, kl. 18, verður Göggu hins vegar minnst með margvíslegum hætti í anddyri Íslensku óperunnar. Þar munu fáeinir vinir og velunnarar Göggu, þar á meðal Þorgerður Ingólfsdóttir kórstjóri, Birgir Sigurðsson rithöfundur, Kjartan Ragnarsson, leikstjóri og leikskáld, og Guðrún Ásmundsdóttir leikkona minnast hennar í nokkrum orðum, hlutir úr hennar fórum verða til sýnis, þar á meðal konsertkjóll hennar, ljósmyndir, bréf og fleiri persónulegir munir, og sýndur verður hluti úr heimildarmynd sem Frank Ponzi gerði um Göggu fyrir nokkrum árum. Engel Lund var fædd í Reykjavík 14. júlí 1900 og ólst þar upp. Hún fluttist til Danmerkur ellefu ára gömul og lagði stund á tónlistarnám og síðar í París og Þýskalandi. Þar kviknaði áhugi hennar á þjóðlögum og setti hún saman efnisskrá með útsetningum Ferdinants Reuter sem þau fluttu um langt árabil í Evrópu, Bandaríkjunum og Kanada. Gagga, eins og hún var kölluð, var virtust fyrir einstaklega skýran túlkunarmáta á ólíkum þjóðtungum. Sagt var að hún væri talandi á tuttugu tungumálum. Kynningar hennar á sönglögum úr fjarlægum kimum vesturálfu voru óskiljanlegur hluti af tónleikum hennar. Á efri árum flutti hún hingað til Íslands og tók að kenna söng. Hún lést í hárri elli 15. júní 1996. - pbb
Mest lesið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Baltasar Samper látinn Menning Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira