Fimm ára þrautaganga Drífa Snædal skrifar 11. september 2008 05:00 Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Ef vilji er fyrir hendi hjá meirihluta Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks er hægt að bæta stöðu kvenna sem verða fyrir heimilisofbeldi umtalsvert áður en þingi lýkur á föstudag. Fyrir fimm árum síðan lagði Kolbrún Halldórsdóttir í fyrsta sinn fram frumvarp um brottvísun og heimsóknarbann að fyrirmynd austurrískra laga. Töluverðar umræður fóru þá fram um lögin og félagasamtök rómuðu frumvarpið sem skref í átt að auknu öryggi kvenna á heimilum. Með frumvarpinu var lagt til úrræði til að vernda þá sem verða fyrir ofbeldi með því að fjarlægja ofbeldismenn af heimilinu og banna heimsóknir á heimilið og nánasta umhverfi þess í tíu daga til þrjá mánuði. Lögreglan fengi vald til að koma á þessu tímabundna nálgunarbanni. Þrátt fyrir jákvæðar umsagnir og góðar ábendingar sem tekið var tillit til við áframhaldandi vinnslu frumvarpsins hefur það ekki enn fengist samþykkt. Síðast var það flutt árið 2006 sem sjálfstætt frumvarp og í fyrra var málinu vísað til ríkisstjórnarinnar. Síðan hefur ekkert gerst. Frumvarpið hefur verið í fimm ár til umfjöllunar hjá stjórnvöldum en niðurstaðan er sú að engra breytinga er að vænta af hálfu ríkisstjórnarinnar. Ég er ekki viss um að þær konur hverra öryggi er ógnað dag hvern og fylla þröngt húsnæði Kvennaathvarfsins á meðan ofbeldismennirnir geta um frjálst höfuð strokið séu sammála þessu. Né þær konur sem hafa nægan styrk til að sækja um nálgunarbann og fá höfnun frá dómstólum af því það er „of íþyngjandi" fyrir ofbeldismennina að mega ekki halda áfram að beita ofbeldi. Nú liggur tæknilegt frumvarp dómsmálaráðherra fyrir þinginu og Kolbrún Halldórsdóttir leggur til austurrísku leiðina í breytingatillögu við það frumvarp. Enn og aftur fær þingið tækifæri til að leiða austurrísku leiðina í lög hér á landi. Málið hefur verið til umfjöllunar í fimm ár og tæknilegar afsakanir ekki lengur teknar til greina. Höfundur er framkvæmdastýra.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun