Framherjinn Antonio McDyess hefur verið leystur undan samningi hjá Denver Nuggets eftir að hann var sendur þangað með Chauncey Billups frá Detroit í skiptum fyrir Allen Iverson á dögunum.
McDyess mun hvergi vilja spila nema í Detroit og getur gengið í raðir liðsins á ný eftir 30 daga ef það hefur áhuga á kröftum hans á ný. Þó má fastlega reikna með því að önnur lið eigi eftir að sýna honum áhuga á næsta mánuði.
McDyess hefur spilað í deildinni í 13 ár eftir að hafa verið valinn númer tvö í nýliðavalinu árið 1995.