Sexfaldi stjörnuleikmaðurinn Jermaine O´Neal gekk í dag í raðir Toronto Raptors í NBA deildinni í skiptum fyrir leikjstórnandann TJ Ford og miðherjann Rasho Nesterovic.
Liðin gengu frá skiptunum fyrir nýliðavalið á dögunum en tilkynntu formlega um þau á blaðamannafundi í dag.
Jermaine O´Neal spilar stöðu kraftframherja og miðherja og hefur verið helsta stjarna Indiana liðsins síðustu ár.