Fjórir leikir voru í 8. umferð Landsbankadeildar kvenna í kvöld. Afturelding vann góðan 1-0 sigur á Keflavík, KR vann Fjölni 5-0 á útivelli, Breiðablik vann útisigur á HK/Víking 5-2 og Valur vann Fylki 4-1.
Valur hefur því áfram þriggja stiga forystu í deildinni en KR er í öðru sæti. Afturelding komst upp í þriðja sætið í deildinni með sigrinum í kvöld.