Juventus tryggði sér í gær sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu og er það í fjórða skiptið sem liðið tryggir sig áfram eftir aðeins fjórar umferðir í riðlakeppninni.
Barcelona náði sama árangri í fyrrakvöld eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Basel á heimavelli en Juventus vann í gær Real Madrid á Spáni, 2-0.
Real Madrid hefur þó oftast þurft aðeins fjóra leiki til að tryggja sér áframhaldandi þátttöku í Meistaradeildinni eða fimm sinnum. Barcelona og Juventus koma næst með fjögur skipti. Lyon og Arsenal hefur þrisvar sinnum náð þessum árangri og Valencia og Manchester United tvívegis.
Alessandro Del Piero skoraði bæði mörk Juventus gegn Real Madrid í gær.