Bakkabræður forðuðu þroti Existu Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 9. desember 2008 18:04 Bakkabræður rýna í tölurnar. Lýður og Ágúst Guðmundssynir, stærstu hluthafar Existu, ætla ekki að sitja einir að félaginu þegar birtir til á fjármagnsmörkuðum. Mynd/GVA Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana. Markaðir Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Allir núverandi hluthafar Existu fá að vera með í forgangsréttarútboði félagsins á næsta ári. Heimild til hlutafjáraukningar verður lögð fyrir hluthafafund félagsins fyrir áramót. Eins og fram kom á sérstökum hluthafafundi Existu í enda október, þar sem stjórn félagsins fékk víðtækar heimildir til björgunaraðgerða, ríkir óvissa um eigna- og skuldastöðu félagsins. Það var stærsti hluthafi Kaupþings þegar bankinn hrundi. Eignin, sem var óveðsett, gufaði upp. Þá sitja tugir milljarða króna af inneignum og afleiðusamningum fastar í þrotabúum gömlu bankanna. Viðræður standa yfir um innlausn samninga. Forgangsréttarútboðið kemur í framhaldi af kaupum Existu á eignarhaldsfélagi Bakkabræðra, Kvakki. Kaupin fela í sér að bræðurnir leggja Existu til einn milljarð króna í aukið hlutafé, eldsneyti sem tryggði að félagið gat greitt lán á gjalddaga á fimmtudag í síðustu viku upp á einn milljarð evra. Hefði greiðsla fallið á gjalddaga er hætt við að Exista hefði farið í þrot, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eftir viðskiptin eiga félög bræðranna tæp 88 prósent í Existu. Óvíst er með fjárhagslega burði stærstu hluthafa Existu nú. Á eftir Bakkabræðrum, sem nú sitja á 45 prósentum hlutafjár, er fjárfestingafélagið Kista næststærst. Það er í eigu Spron, Sparisjóðsins í Keflavík, Sparisjóðs Mýrasýslu, Sparisjóðs Svarfdæla, Eyraeldis, dótturfélags Sparisjóðs Vestfirðinga, og Þrælsfells, dótturfélags Sparisjóðs Húnaþings og Stranda. Þá er Spron skráð fyrir 2,4 prósentum til viðbótar. Gift, eignarhaldsfélag Samvinnutrygginga, er meðal stærstu hluthafa. Ljóst er að félagið hefur ekki burði til þátttöku í hlutafjáraukningu en skuldir þess hlaupa á milljörðum umfram eignir. Eftir bankahrunið í október voru viðskipti stöðvuð með hlutabréf Existu í Kauphöllinni. Þá stóðu þau í 4,62 krónum á hlut. Þegar viðskipti hófust á ný í gær hrundi gengið um rúm 97 prósent, eða undir tíu aura þegar verst lét. Nýja Kaupþing sagði í fyrradag leitað allra leiða til að hindra gjörning Bakkabræðra enda hafi bankinn unnið að því að taka Existu yfir og verja hagsmuni bankans. Í gær barst svo tilkynning þess efnis að félögin ætluðu ekki að taka á málinu í fjölmiðlum heldur leysa ágreininginn sín á milli. Hvorugur aðili tjáði sig um málið í gær. Harla lítið er eftir af eignasafni Existu samanborið við stöðuna í september. Skömmu eftir hrunið gerðu Bakkabræður samkomulag um að kaup á hlut Existu í Bakkavör fyrir 8,4 milljarða króna. Viðræður við lánadrottna Bakkavarar og Existu í tengslum við kaupin standa enn yfir. Þá seldi félagið hluti sína í sterkustu fjármálafyrirtækjum Norðurlanda, í Sampo og Storebrand. Eftir standa nú í Existu 100 prósenta eign í Skiptum, móðurfélagi Símans, eignaleigufyrirtækið Lýsing, vátryggingafélagið VÍS og líftryggingafyrirtækið Lífís. Þá eru ótaldir smærri hlutir, svo sem helmingshlutur í Öryggismiðstöðinni og rúmur fjórtán prósenta hlutur í bresku íþróttavöruversluninni JJB Sports. Ljóst er að tak stjórnar Existu er lítið en krefjandi eftir hremmingarnar síðustu vikur, enda róinn lífróður. Líklegra er, miðað við stöðuna, að þar haldi erlendir kröfuhafar um taumana.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent