Martröð í Ráðhúsinu Jón Kaldal skrifar 8. ágúst 2008 00:01 Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Það þarf ekki að koma á óvart að fjórði meirihlutinn verði myndaður í borgarstjórn Reykjavíkur áður en þetta kjörtímabil er úti. Óvinsældir núverandi meirihluta Sjálfstæðisflokks og Ólafs F. Magnússonar eru sögulegar. Engin teikn eru á lofti um að þar sé breytinga að vænta. Þvert á móti er stjórnunarstíll borgarstjóra af því tagi að sjálfstæðismenn munu þurfa að halda áfram að ræsa út slökkvilið sitt með reglulegu millibili á meðan á samstarfinu við hann stendur. Rétt um tvö hundruð dagar eru nú liðnir frá því að Sjálfstæðisflokkurinn leiddi Ólaf í stól borgarstjóra. Það þarf ekki mikla innsýn í taflmennsku stjórnmálanna til að gera sér í hugarlund að sjálfstæðismenn hafi reiknað með að Ólafi myndi þykja svo vænt um stólinn og keðjuna að hann yrði þeim leiðitamur við stjórn borgarinnar. Annað hefur heldur betur komið á daginn. Ólafur hefur ítrekað tekið af allan vafa um að hann á sig sjálfur og hefur ekki sýnt nokkurn vilja til að gera málamiðlanir um stefnumál sín. Ólafur er örugglega mun klókari stjórnmálamaður en samherjar og andstæðingar hans ætla honum. Hann metur greinilega stöðuna á þá leið að hann hafi hreðjatak á Sjálfstæðisflokknum í borginni. Ástæðan er einföld. Þegar sjálfstæðismenn snöruðu Ólafi úr Tjarnarkvartettinum lögðu þeir tilveru sína í hendur honum út kjörtímabilið. Í fyrsta lagi vegna þess að með þeim gjörningi gengu þeir svo fram af öðrum flokkum í borginni að þar yrði ekki komið að opnum dyrum um mögulegt samstarf. Í öðru lagi, og umfram allt, gæti Sjálfstæðisflokkurinn ekki sýnt það fádæma ábyrgðarleysi að hafa frumkvæðið að myndun þriggja meirihluta á einu kjörtímabili. Eins og málin hafa hins vegar þróast gæti það þó verið skárri kostur en að halda núverandi samstarfi áfram. Í nýrri skoðanakönnun Capacent, fyrir fréttastofu Stöðvar 2, kemur fram að einungis 28,5 prósent borgarbúa styðja flokkana sem mynda meirihlutann. Ef kosið yrði nú fengju Samfylkingin og Vinstri græn um 70 prósent atkvæða. Ólafur og Sjálfstæðisflokkur myndu sem sagt gjalda afhroð. En það myndi Framsóknarflokkurinn líka gera og sá möguleiki hlýtur að opna sprungur í þá miklu samstöðu sem flokkarnir í minnihlutanum hafa sýnt hingað til. Framsóknarflokkurinn nýtur hrakfara meirihlutans á engan hátt ólíkt hinum flokkunum í minnihlutanum. Þegar svo er komið hlýtur fulltrúi flokksins, Óskar Bergsson, að hugleiða ásamt baklandi sínu, hvort hann hafi ekki allt að vinna með að komast í borgarstjórn. Verða riddarinn á hvíta hestinum sem kemur á ró í ráðhúsinu, svo borgarbúar geti andað léttar. Óskar og Framsóknarflokkurinn hafa að minnsta kosti engu að tapa. Sjálfstæðisflokkurinn, varla heldur. Innan raða hans er mikill áhugi á að koma áformum um Bitruvirkjun aftur á koppinn. Þar er komið kjörið mál til að láta brjóta á. Óskar er yfirlýstur stuðningsmaður Bitruvirkjunar. Borgarstjóri andstæðingur.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun