Enski boltinn

Yaya vill spila með bróður sínum hjá Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Yaya Toure í leik með Barcelona.
Yaya Toure í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP

Yaya Toure hefur viðurkennt að hann myndi gjarnan vilja spila við hlið bróður síns hjá Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur verið á höttunum eftir miðvallarleikmanni eftir að Mathieu Flaminin fór til AC Milan. Hann er sagður hafa mikinn áhuga á Yaya Toure sem er á mála hjá Barcelona.

„Ég veit af áhuga frá ensku úrvalsdeildinni," sagði Toure. „En ég get ekkert sagt um málið á þessu stigi málsins. En það væri frábært að fá að spila í stóru liði með bróður mínum en það er aldrei að vita hvað gerist."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×