Gengi hlutabréfa í Spron rauk upp um 10,77 prósent í hækkanahrinu við upphaf viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengið stendur í 3,6 krónum á hlut, sem eru svipaðar slóðir og það stóð í við upphaf mánaðar. Einungis þrjú viðskipti hafa verið með bréf í Spron fyrir rúmar 313 þúsund krónur.
Gengi bréfa í bönkum og fjármálafyrirtækjum hefur hækkað mest í dag, sem er nokkuð í takti við þróunina á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum eftir að tilkynnt var um yfirtöku bandarískra stjórnvalda á hálfopinberu fasteignalánasjóðunum Fannie Mae og Freddie Mac í gær.
Exista hefur hækkað næstmest, eða um 5,8 prósent, bréf Landsbankans um 3,9 prósent, bréf Kaupþings um 2,58 prósent, Glitnis um 2,08 prósent, Straums um 1,96 prósent og Bakkavarar um 1,77 prósent.
Gengi bréfa í öðrum félögum hefur hækkað minna.
Á sama tíma hefur gengi bréfa í Eimskipafélaginu lækkað um 0,32 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 2,83 prósent og stendur hún í 4.173 stigum.
Spron upp um tæp 11 prósent

Mest lesið

Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara
Viðskipti innlent

Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“
Viðskipti innlent


Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi
Viðskipti innlent



Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag
Viðskipti innlent

Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum
Viðskipti innlent

Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983
Viðskipti innlent

Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife
Viðskipti innlent