Ágúst Björgvinsson þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta hefur valið 30 manna æfingahóp sem koma mun saman milli jóla og nýárs þar sem farið verður yfir æfingaplan og komandi verkefni liðsins.
Hvorki meira né minna en átta nýliðar eru í æfingahóp Ágústs að þessu sinni. Fimm stúlknanna hafa áður verið valdar í úrtakshóp áður, en þrjár þeirra eru í hópnum í fyrsta sinn.
Nýliðarnir í hópnum eru Íris Sverrrisdóttir og Helga Rakel Hallgrímsdóttir úr Grindavík, Guðbjörg Sverrirsdóttir og Telma Björk Fjalarsdóttir úr Haukum, Hafrún Hálfdánardóttir og Íris Ásgeirsdóttir úr Hamri, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir úr KR og Hrönn Þorgrímsdóttir úr Keflavík.
Landsliðshópur A-landsliðs kvenna í desember 2008:
Leikstjórnendur
Hildur Sigurðardóttir, KR - 61 leikur/327 stig
Helena Sverrisdóttir, Haukar/Texas Christian University, Bandaríkjunum - 30 leikir/495 stig
Ingibjörg Jakobsdóttir, Grindavík - 9 leikir/6 stig
Íris Sverrrisdóttir, Grindavík Nýliði
Skotbakverðir
Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukar - 17 leikir/86 stig
Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík - 15 leikir/88 stig
Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir, Keflavík - 12 leikir/21 stig
Ólöf Helga Pálsdóttir, Grindavík - 3 leikir/0 stig
Guðrún Ósk Ámundarsdóttir, KR - 1 leikur/2 stig
Jóhanna Björk Sveinsdóttir, Hamar - 1 leikur/0 stig
Hrönn Þorgrímsdóttir, Keflavík Nýliði
Íris Ásgeirsdóttir, Hamar Nýliði
Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir, KR Nýliði
Litlir framherjar
Birna Valgarðsdóttir, Keflavík - 68 leikir/603 stig
Petrúnella Skúladóttir, Grindavík - 15 leikir/38 stig
Svava Ósk Stefánsdóttir, Keflavík - 15 leikir/31 stig
Þórunn Bjarnadóttir, Val - 14 leikir/14 stig
Jovana Lilja Stefánsdóttir, Grindavík - 10 leikir/5 stig
Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík/Elon University, Bandaríkjunum - 9 leikir/15 stig
Guðbjörg Sverrirsdóttir, Haukum Nýliði
Stórir framherjar
Bryndís Guðmundsdóttir, Keflavík (meidd) - 13 leikir/25 stig
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, KR - 12 leikir/38 stig
Helga Einarsdóttir, KR - 4 leikir/2 stig
Unnur Tara Jónsdóttir,Salama Vaasa, Finnlandi - 3 leikir/4 stig
Hafrún Hálfdánardóttir, Hamar Nýliði
Helga Rakel Hallgrímsdóttir, Grindavík Nýliði
Telma Björk Fjalarsdóttir, Haukar Nýliði
Miðherjar
Signý Hermannsdóttir, Val - 53 leikir/447 stig
María Ben Erlingsdóttir, Keflavík/University of Texas-Pan American, Bandaríkjunum - 23 leikir/78 stig
Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Haukar - 9 leikir/6 stig
Fanney Lind Guðmundsdóttir, Hamar - 3 leikir/3 stig