Keppni í N1-deild karla í handbolta hófst í kvöld með tveimur leikjum. FH vann Akureyri fyrir norðan, 31-26.
Þá vann Valur sigur á Víkingi, 34-29 eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 15-14.
Sigfús Páll Sigfússon var markahæstur í liði Vals með átta mörk. Baldvin Þorsteinsson skoraði sex mörk og Arnór Gunnarsson sex. Ólafur og Pálmar, markverðir Vals, vörðu samtals fimmtán skot.
Sverrir Hermannsson var markahæstur Víkinga með átta mörk en Davíð Georgsson kom næstur með sjö. Björn Viðar Björnsson varði fjórtán skot í markinu.
Sigrar hjá FH og Val
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


„Menn vissu bara upp á sig sökina“
Körfubolti

Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United
Enski boltinn


Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni
Íslenski boltinn

Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar
Íslenski boltinn



Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín
Íslenski boltinn
