Exista og stjórn Skipta hafa samþykkt að aðrir hluthafar í Skiptum skuli sæta innlausn Exista á hlutum sínum en félagið og dótturfélög eiga 99,22 prósent í Skiptum.
Hluthafar í Skiptum, sem innlausnin tekur til, eru hvattir til að framselja
Exista hluti sína í Skiptum innan fjögurra vikna, að því er segir í tilkynningu frá félögunum.
Skipti var skráð á markað 19. mars síðastliðinn og gerði Exista, sem var meirihlutaeigandi félagsins, yfirtökutilboð í félagið um stundarfjórðungi síðar. Verðið hljóðaði upp á 6,64 krónur fyrir hvern hlut í Skiptum og greitt fyrir með hlutum í Existu á genginu 10,1 króna á hlut. Yfirtökutilboðinu lauk 26. maí síðastliðinn en greiðsla innt af hendi 2. júlí næstkomandi.
Í tilkynningu segir ennfremur að hafi hlutir í Skiptum ekki verið framseldir til Exista verður andvirði hlutanna í Skiptum, þ.e. hlutir í Exista, flutt
inn á vörslusafn viðkomandi hluthafa þar sem hlutir hans í Skiptum eru í
vörslu.