Sannleikurinn er góður grunnur 20. október 2008 06:30 Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum. Þótt núna sé ekki tíminn til að þrátta er nauðsynlegt að leiðrétta misskilning þegar hann kemur upp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skýtur því inn í grein sem birtist í Fréttablaðinu 17. október sl. að Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans OR fyrir ári síðan.Sigrún Elsa Smáradóttir.Hið rétta er að fyrsti meirihluti þessa kjörtímabils sprakk við það að allir sjö borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilkynntu að þeir ætluðu að selja hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða fyrirtæki. Það hefði þýtt að eigendur GGE hefðu getað neytt forkaupsréttar og eignast hið sameinaða félag með tuttugu ára einkaréttarsamningi á erlendum verkefnum OR og ótakmörkuðum aðgangi að þekkingu og starfsfólki OR. Það var til að afstýra þessum fyrirætlunum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem Tjarnarkvartettinn var myndaður og farsæl þverpólitísk sátt náðist um málið. Þessi tvö mál eiga það sammerkt að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm og til þess að hægt sé að draga lærdóm af því sem aflaga hefur farið er nauðsynlegt að hafa réttar staðreyndir til hliðsjónar. Rangfærslur eyða aðeins mikilvægum tíma og tefja farsæla lausn mála og uppbyggingu til framtíðar. Höfundar eru borgarfulltrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Nú þurfa allir að leggjast á eitt til að tryggja hagsmuni íslenska ríkisins í þeirri stöðu sem upp er komin. Verja fjölskyldurnar í landinu, ná sem hagstæðustum samningum hvað varðar uppgjör á erlendu hlutum bankanna, leita réttar okkar gagnvart Bretum og tryggja að orðspor lands og þjóðar beri ekki varanlegan skaða af. Jafnframt þarf að treysta stoðir íslensks fjármálakerfis þannig að uppbygging til framtíðar í íslensku atvinnulífi standi traustum fótum. Þótt núna sé ekki tíminn til að þrátta er nauðsynlegt að leiðrétta misskilning þegar hann kemur upp. Hannes Hólmsteinn Gissurarson skýtur því inn í grein sem birtist í Fréttablaðinu 17. október sl. að Hanna Birna Kristjánsdóttir og fimm aðrir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi neitað að afhenda Jóni Ásgeiri og viðskiptafélögum hans OR fyrir ári síðan.Sigrún Elsa Smáradóttir.Hið rétta er að fyrsti meirihluti þessa kjörtímabils sprakk við það að allir sjö borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins tilkynntu að þeir ætluðu að selja hlut Orkuveitunnar í hinu sameinaða fyrirtæki. Það hefði þýtt að eigendur GGE hefðu getað neytt forkaupsréttar og eignast hið sameinaða félag með tuttugu ára einkaréttarsamningi á erlendum verkefnum OR og ótakmörkuðum aðgangi að þekkingu og starfsfólki OR. Það var til að afstýra þessum fyrirætlunum borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem Tjarnarkvartettinn var myndaður og farsæl þverpólitísk sátt náðist um málið. Þessi tvö mál eiga það sammerkt að stjórnvöld þurfa að líta í eigin barm og til þess að hægt sé að draga lærdóm af því sem aflaga hefur farið er nauðsynlegt að hafa réttar staðreyndir til hliðsjónar. Rangfærslur eyða aðeins mikilvægum tíma og tefja farsæla lausn mála og uppbyggingu til framtíðar. Höfundar eru borgarfulltrúar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar