Hvað kostar að meiða fólk? Ögmundur Jónasson skrifar 13. mars 2008 05:30 Ómar R. Valdimarsson hefur fengið staðfest fyrir dómi að staðhæfingar Gauks Úlfarssonar um að hann sé rasisti séu ósannar og beri því að líta á þær sem ærumeiðingar. Meira hékk á spýtunni því Gaukur mun hafa sagt að Ómar ynni fyrir alþjóðlegt glæpagengi. Þar er vísað til þess að Ómar hafi verið fréttafulltrúi fjölþjóðarisans Impregilo. Ómari þótti þessi áburður svo ærumeiðandi að hann lét ekki við það eitt sitja að krefjast þess að ummælin væru dæmd ómerk heldur vildi láta dæma sér tvær milljónir í skaðabætur. Í dómsniðurstöðu segir hins vegar að Impregilo sé ekki aðili að málaferlunum og því ekki ástæða til að fella dóm um þau ummæli. Ég skal játa að mér hefði þótt fróðlegt að fylgjast með Impregilo hvítþvo sig af áburði um glæpsamlegt athæfi í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Í málaferlum um ærumeiðingar gagnvart Impregilo væri Gaukur ekki einn á báti. Þar væri undirritaður líka, höfundar rannsóknarskýrslu breska þingsins, fréttamenn, þingmenn í Brasilíu og Paragvæ að ógleymdum Carlos Menem, fyrrverandi forseta Argentínu, sem sagði að Impregilo hefði reist minnisvarða um spillingu með sviksemi og prettum við framkvæmdir í Suður-Ameríku. Ekki ætla ég að fara í saumana á hvað bjó að baki ásökunum Gauks Úlfarssonar varðandi meinta fordóma Ómars R. Valdimarssonar. Þar komst dómur að niðurstöðu sem ég ætla ekki að vefengja þótt ýmsar yfirlýsingar Ómars, þar sem erlendir menn koma við sögu, þyki mér umdeilanlegar jafnvel þótt ekki sé um kynþáttafordóma að ræða. Það er hins vegar sitthvað annað sem orkar tvímælis í þessu máli. Í niðurstöðu dómara segir m.a.: „þótt stefndi hafi tekið þátt í stjórnmálaumræðu á vefsíðu sinni … verður ekki fallist á að stefnandi sé opinber persóna í þeim skilningi að hann verði að þola meiri og sterkari gagnrýni en gengur og gerist." En ber prívatpersónan Ómar ekki einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem hann fjallar um? Af málskjölum að dæma virðist vefsíða Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum, óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur fyrir málskostnaði Ómars. Með dráttarvöxtum kemur kostnaðurinn til með að teygja sig í átt að milljóninni. En lítum nú á annað mál. Maður er dæmdur fyrir að hafa barið konu til óbóta með „ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi, mar á aftanverðum hægri upphandlegg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri." Og hver skyldi niðurstaða dómara hafa verið í þessu máli? Í dómsorði segir: „Ákærði …sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum. Ákærði greiði … 90.000 krónur í málsvarnarlaun, þar með talinn virðisaukaskattur." Hvað er íslenska dómskerfið að segja? Ef einstaklingur er borinn röngum sökum opinberlega er ekki látið sitja við það eitt að dæma viðkomandi ummæli ómerk heldur er beitt þungum viðurlögum. Ef einstaklingur hins vegar misþyrmir annarri manneskju þannig að hún stórskaddast eru engar miskabætur dæmdar. Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra kærir ofbeldið. 15% kvenna sem sóttu Kvennaathvarfið árið 2007 kærðu ofbeldið. Af þeim konum sem sóttu Stígamót árið 2007 kærðu 13%. Það er hægt að meiða fólk með margvíslegum hætti. Það er hægt að meiða fólk með orðum. Það er líka hægt að meiða fólk með hnefanum. Íslenskir dómstólar hafa verið að prísleggja meiðslin. En það er líka hægt að meiða fólk með dómum. Svo mikið er hægt að misbjóða fólki með ranglátum dómum að réttarvitundin og þar með sjálft réttarkerfið bíði skaða af.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Ómar R. Valdimarsson hefur fengið staðfest fyrir dómi að staðhæfingar Gauks Úlfarssonar um að hann sé rasisti séu ósannar og beri því að líta á þær sem ærumeiðingar. Meira hékk á spýtunni því Gaukur mun hafa sagt að Ómar ynni fyrir alþjóðlegt glæpagengi. Þar er vísað til þess að Ómar hafi verið fréttafulltrúi fjölþjóðarisans Impregilo. Ómari þótti þessi áburður svo ærumeiðandi að hann lét ekki við það eitt sitja að krefjast þess að ummælin væru dæmd ómerk heldur vildi láta dæma sér tvær milljónir í skaðabætur. Í dómsniðurstöðu segir hins vegar að Impregilo sé ekki aðili að málaferlunum og því ekki ástæða til að fella dóm um þau ummæli. Ég skal játa að mér hefði þótt fróðlegt að fylgjast með Impregilo hvítþvo sig af áburði um glæpsamlegt athæfi í Suður-Ameríku, Afríku og víðar. Í málaferlum um ærumeiðingar gagnvart Impregilo væri Gaukur ekki einn á báti. Þar væri undirritaður líka, höfundar rannsóknarskýrslu breska þingsins, fréttamenn, þingmenn í Brasilíu og Paragvæ að ógleymdum Carlos Menem, fyrrverandi forseta Argentínu, sem sagði að Impregilo hefði reist minnisvarða um spillingu með sviksemi og prettum við framkvæmdir í Suður-Ameríku. Ekki ætla ég að fara í saumana á hvað bjó að baki ásökunum Gauks Úlfarssonar varðandi meinta fordóma Ómars R. Valdimarssonar. Þar komst dómur að niðurstöðu sem ég ætla ekki að vefengja þótt ýmsar yfirlýsingar Ómars, þar sem erlendir menn koma við sögu, þyki mér umdeilanlegar jafnvel þótt ekki sé um kynþáttafordóma að ræða. Það er hins vegar sitthvað annað sem orkar tvímælis í þessu máli. Í niðurstöðu dómara segir m.a.: „þótt stefndi hafi tekið þátt í stjórnmálaumræðu á vefsíðu sinni … verður ekki fallist á að stefnandi sé opinber persóna í þeim skilningi að hann verði að þola meiri og sterkari gagnrýni en gengur og gerist." En ber prívatpersónan Ómar ekki einhverja ábyrgð gagnvart þeim sem hann fjallar um? Af málskjölum að dæma virðist vefsíða Ómars hafa verið nokkuð glæfraleg á köflum, óspart dylgjað um pólitíska andstæðinga og stundum gróflega snúið út úr orðum þeirra. Því fer fjarri að Ó.R.V. sé saklaus af pólitískum leðjuslag. Þrátt fyrir þetta samhengi hlutanna lætur dómarinn sér ekki nægja að dæma áburðinn um rasisma ómerkan heldur á Gaukur Úlfarsson að punga út með 300 þúsund krónur í miskabætur og 500 þúsund krónur fyrir málskostnaði Ómars. Með dráttarvöxtum kemur kostnaðurinn til með að teygja sig í átt að milljóninni. En lítum nú á annað mál. Maður er dæmdur fyrir að hafa barið konu til óbóta með „ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og andlit og þá sparkað í líkama hennar, með þeim afleiðingum að hún hlaut opið sár og mar á augnlok og augnsvæði hægra megin, marga yfirborðsáverka á höfði, mar yfir hryggjartindi, mar á aftanverðum hægri upphandlegg, yfirborðsáverka á öxl og mar á vinstra læri." Og hver skyldi niðurstaða dómara hafa verið í þessu máli? Í dómsorði segir: „Ákærði …sæti fangelsi í tvo mánuði, en fresta skal fullnustu refsingarinnar og hún falla niður að liðnum tveimur árum. Ákærði greiði … 90.000 krónur í málsvarnarlaun, þar með talinn virðisaukaskattur." Hvað er íslenska dómskerfið að segja? Ef einstaklingur er borinn röngum sökum opinberlega er ekki látið sitja við það eitt að dæma viðkomandi ummæli ómerk heldur er beitt þungum viðurlögum. Ef einstaklingur hins vegar misþyrmir annarri manneskju þannig að hún stórskaddast eru engar miskabætur dæmdar. Þetta þýðir að menn skuli gæta orða sinna á hinum pólitíska vígvelli, annars skuli þeir hafa verra af. Ef þú hins vegar ert kona og þér er misþyrmt þannig að þú bíður verulegan skaða er til einskis að leita til dómstóla um miskabætur. Í hugum kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi er reyndar svo komið að dómstólaleiðin er slík þrautaganga að aðeins lítill hluti þeirra kærir ofbeldið. 15% kvenna sem sóttu Kvennaathvarfið árið 2007 kærðu ofbeldið. Af þeim konum sem sóttu Stígamót árið 2007 kærðu 13%. Það er hægt að meiða fólk með margvíslegum hætti. Það er hægt að meiða fólk með orðum. Það er líka hægt að meiða fólk með hnefanum. Íslenskir dómstólar hafa verið að prísleggja meiðslin. En það er líka hægt að meiða fólk með dómum. Svo mikið er hægt að misbjóða fólki með ranglátum dómum að réttarvitundin og þar með sjálft réttarkerfið bíði skaða af.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar