Harmleikur Handknattleikssambandsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2008 07:00 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSí Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar. Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira
Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn Fleiri fréttir Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Sjá meira