Harmleikur Handknattleikssambandsins Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. febrúar 2008 07:00 Guðmundur Ingvarsson, formaður HSí Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar. Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira
Að fylgjast með framgöngu Handknattleikssambands síðustu daga og vikur er eins og að fylgjast með hádramatískum harmleik. Það er fyrir löngu orðið átakanlegt að fylgjast með klaufagangnum í kringum ráðningu landsliðsþjálfara og sér ekki fyrir endann á þeirri vitleysu. Steininn hefur síðan algjörlega tekið úr síðustu daga og verður ekki lengur orða bundist. Þorbergur Aðalsteinsson, stjórnarmaður HSÍ, varð sjálfum sér og handknattleiksforystunni til háborinnar skammar í þættinum Utan vallar á Sýn. Fyrir það fyrsta þá var maðurinn í mjög annarlegu ástandi og alls ekki í slíku ástandi sem menn eiga að vera í þegar þeir fara í sjónvarpsviðtöl fyrir hönd handknattleiksforystunnar. Maðurinn var ölvaður. Það getur undirritaður staðfest enda var hann á staðnum. Það geta fleiri einnig staðfest sem voru á staðnum. Hegðun hans í þættinum er síðan kapitúli út af fyrir sig. Þar ræðst Þorbergur mjög ómaklega að sumum af bestu drengjum handboltans. Þess utan braut hann trúnað við stjórn sem og þá þjálfara sem hafa verið í viðræðum við HSÍ. Það er háalvarlegt. Stjórn HSÍ beit síðan höfuðið af skömminni með því að taka málið ekki föstum tökum á neyðarfundi síðasta föstudag. Þess í stað var ákveðið að stinga höfðinu í sandinn. Þorbergur sjálfur hefði þess utan átt að sjá sóma sinn í því að stíga til hliðar. Með því hefði hann séð til þess að HSÍ héldi einhverjum trúverðugleika en niðurstaðan er álitshnekkir fyrir sambandið sem er nú rúið öllum trúverðugleika. Handknattleiksforystan sýndi svo um munaði með viðbrögðum sínum að hún er ekki starfi sínu vaxin. Þær útskýringar að Þorbergur hefði verið þarna sem persónan Þorbergur en ekki stjórnarmaðurinn Þorbergur halda engu vatni og eru í raun svo barnalegar að það tekur engu tali. Ef Þorbergur hefði eingöngu tjáð sig um sinn landsliðsþjálfaraferil og handboltann almennt hefði þessi afsökun gengið. Hann talaði aftur á móti um nánast ekkert annað en málefni HSÍ. Ekki bara innri málefni sambandsins heldur þau allra innstu. Þessi málsvörn HSÍ er líklega sú slakasta síðan Maradona sagði hendi Guðs hafa skorað frægt mark gegn Englendingum á HM 1986. Þorbergur segir að HSÍ hefði orðið við öllum kröfum þeirra Dags og Arons en þeir hafi samt sagt nei. Það skilur hann ekki. Hann gleymir því aftur á móti að þegar menn ákveða að þiggja störf skoða þeir einnig vinnuumhverfið og ekki síst þá einstaklinga sem þeir þurfa að vinna með. Má segja að ástandið innan herbúða HSÍ hafi kristallast í hegðun Þorbergs og stjórnarinnar síðustu daga og ég lái þessum mönnum ekki fyrir að hafna starfinu. Hver vill vinna með einstaklingum sem koma svona fram og öðrum sem leggja blessun sína yfir slíka framkomu? Þessi framkoma er á allan hátt óverjanleg og til háborinnar skammar. HSÍ stendur nú eftir án þjálfara, trúverðugleika og virðingar.
Íslenski handboltinn Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Fleiri fréttir Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Sjá meira