Kraftur í handverkinu 20. febrúar 2008 00:01 Þorsteinn í handverkshúsinu Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. Fréttablaðið/Arnþór Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira
Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk
Héðan og þaðan Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Hvernig geta fyrirtæki orðið sjálfbær? Framúrskarandi fyrirtæki Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Sjá meira