Kraftur í handverkinu 20. febrúar 2008 00:01 Þorsteinn í handverkshúsinu Handverkshúsið er sannkallaður sköpunarheimur að sögn Þorsteins. Þangað getur fólk komið til að versla, sækja námskeið, eða hreinlega til að fá heitt af könnunni og skoða handverksbækur. Fréttablaðið/Arnþór Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira
Þorsteinn Jónsson er eigandi Handverkshússins í Hafnarfirði. Handverkshúsið var stofnað af Gylfa Sigurlinnasyni fyrir ellefu árum, en Þorsteinn tók við skútunni fyrir um tveimur árum. Þorsteinn og félagar sérhæfa sig í fjölbreyttu handverki; til að mynda tréútskurði, tálgun, hnífagerð, steinavinnslu, leirbrennslu og silfursmíði, auk þess sem sérhæfð verkfæri til slíkra nota eru til sölu. Þá býður Handverkshúsið heildarlausnir fyrir handverksstofurnar í skólum landsins. „Við höfum vaxið smátt og smátt. Nýlega fluttum við í nýtt húsnæði að Bolholti 4 og þrefölduðum þá plássið hjá okkur. Okkar sérhæfing liggur fyrst og fremst í ýmiss konar handverki,“ segir Þorsteinn. Kúnnahópurinn er fjölbreyttur og kemur víða að, að sögn Þorsteins. Mestur vöxtur hafi þó orðið í aðsókn að silfursmíðanámskeiðum, sem njóti sérstakra vinsælda meðal kvenna á öllum aldri. „Annars er þetta fólk um allt land, sem er að skapa heima hjá sér. Nýja verslunin okkar er sannkallaður sköpunarheimur og menn verða upprifnir af því að koma hingað inn.“ Hjá Handverkshúsinu starfa fjórir starfsmenn. Þorsteinn segist leggja mikla áherslu á þekkingu á viðfangsefninu og góða þjónustu. Fólk sem heimsæki Handverkshúsið eigi að fá þá tilfinningu að það sé að sækja fagmenn heim. „Okkar þjónusta er við annan hóp fólks en til dæmis hjá stóru byggingarvöruverslununum. Það má segja að við einblínum á hliðargreinar sem stóru fyrirtækin hafa ekki lagt mikla áherslu á. Við erum mjög sérhæfð, öðruvísi og vonandi skemmtileg.“ Þorsteinn segir þó ekki standa til að fjölga verslunum eða stækka enn frekar við sig. Hann bendir þó á að þjónusta Handverkshússins nái nú þegar til landsins alls, enda sé mikið úrval bæði verkfæra og upplýsinga að finna á heimasíðunni Handverkshúsið.is, auk þess sem hægt sé að fá varning sendan með póstþjónustu. „Markmiðið er að halda vel utan um þá þjónustu sem þegar er komin á koppinn.“ Þorsteinn segir mikinn kraft í handverkinu. Vinsældir silfursmíðinnar og steinavinnslunnar séu til að mynda alltaf að aukast. „Það er alltaf líf og fjör hérna og viðtökurnar á nýjum stað hafa verið gríðarlega góðar. Við erum alltaf með heitt á könnunni og ríflega hundrað titla af handverksbókum. Fólk kemur hingað gjarnan, fær sér kaffi og kynnir sér bækurnar í rólegheitum.“ - jsk
Héðan og þaðan Mest lesið Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Breyttur opnunartími hjá Sorpu Neytendur Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Viðskipti innlent Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Jón Ingi nýr forstjóri PwC Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Sjá meira