Stór yfirlýsing hjá Boston 31. desember 2007 04:24 Kevin Garnett lét ekki skurð við augað stöðva sig í Staples Center í nótt NordicPhotos/GettyImages Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst. NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira
Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Efsta lið deildarinnar Boston Celtics tók erkifjendur sína í LA Lakers í bakaríið á útivelli 110-91. Boston vann þar með 13 af 14 leikjum sínum í desember og lauk árinu með fjórum sigrum í jafnmörgum leikjum á ferðalagi í Vesturdeildinni síðan á annan í jólum. Boston hafði frumkvæðið allan leikinn í nótt en lið heimamanna, sem hefur spilað mjög vel undanfarið, komst aldrei í taktinn í leiknum. Paul Pierce skoraði 33 stig fyrir Boston og Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 12 fráköst þrátt fyrir að fá ljótan skurð á andlitið í látunum. Kobe Bryant var stigahæstu í liði Lakers með 22 stig en átti afleitan leik og hitti aðeins úr 6 af 25 skotum sínum utan af velli. Lamar Odom skoraði 14 stig og hirti 10 fráköst fyrir Lakers. Nokkur hiti var í mönnum í leiknum og voru alls dæmdar sjö tæknivillur á leikmenn og þjálfara. Boston vann sigur í báðum viðureignum þessara fornu fjenda í vetur og er Boston með langbesta árangurinn í deildinni, 26 sigra og aðeins 3 töp. Lakers hafði unnið fjóra leiki í röð fyrir viðureignina í nótt, en hefur unnið 10 af 13 síðustu leikjum sínum. Sigur Boston í nótt þýddi að Phil Jackson fór ekki upp fyrir goðsögnina Red Auerbach yfir flesta sigra þjálfara á ferlinum, en þeir sitja jafnir í sjöunda sæti listans með 938 sigra. Chicago burstaði New York á útivelli 100-83 þar sem Ben Gordon skoraði 25 stig af bekknum hjá Chicago en Nate Robinson skoraði 19 stig fyrir New York. Þetta var annar sigur Chicago í röð en New York hefur aðeins unnið 8 af 29 leikjum sínum fyrir áramót og er það þriðji versti árangur í sögu félagsins. Portland burstaði Philadelphia 97-82 á heimavelli og vann þar með 13. sigurinn í röð. Þetta er næstlengsta sigurganga í sögu félagsins en metið er 16 leikir og var sett leiktíðina 1990-91. Tíu af þessum 13 sigrum hafa komið í Rose Garden, heimavelli liðsins. Brandon Roy var stigahæstur hjá Portland í nótt með 22 stig en Andre Iguodala skoraði 24 stig fyrir gestina sem skoruðu aðeins 9 stig gegn 35 stigum heimamanna í fjórða leikhlutanum. Golden State stöðvaði 7 leikja sigurgöngu Denver með 105-95 útisigri. Carmelo Anthony var stigahæstur í liði heimamanna með 26 stig og 10 fráköst en liðið hitti skelfilega úr skotum sínum (34,5%). Baron Davis skoraði 28 stig fyrir Golden State og Stephen Jackson 23 stig. San Antonio rótburstaði Memphis 111-87 á heimavelli og færði slöku liði Memphis fimmta tapið í röð. Tim Duncan skoraði 24 stig, hirti 17 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir San Antonio og Tony Parker skoraði sömuleiðis 24 stig. Pau Gasol skoraði 19 stig fyrir Memphis sem tapaði frákastaeinvíginu 46-32. Phoenix vann öruggan útisigur á Sacramento 117-102. Amare Stoudemire skroaði 31 stig og hirti 17 fráköst fyrir Phoenix, Shawn Marion skoraði 25 stig, Leandro Barbosa 22 stig og Steve Nash skoraði 12 stig og gaf 15 stoðsendingar. Francisco Garcia skoraði 30 stig fyrir Sacramento, John Salomons 23 og Mikki Moore 20 stig og hirti 11 fráköst.
NBA Mest lesið Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Erfitt að sofa eftir tvo sólarhringa á hlaupum Sport Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Fótbolti „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitaleikur FA Cup, risamót í golfi og sjóðheit lið í Bestu Sport Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Körfubolti Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið Sjá meira