Michael Jordan æfir með Bobcats 19. desember 2007 14:55 Jordan leiddist þófið á skrifstofunni og mætti á æfingu NordicPhotos/GettyImages Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum. Bobcats byrjaði ágætlega í deildinni í haust en síðan hefur heldur hallað undan fæti. Jordan, sem er 44 ára gamall, ítrekaði í samtali við blaðamenn að þetta uppátæki væri ekki hugsað sem enn ein endurkoman í NBA deildina, heldur vildi hann aðeins hressa upp á andann í liðinu og koma góðum skilaboðum áleiðis til sinna manna. "Lið okkar er ekki svo heppið að vera með stórstjörnu í sínum röðum - mann sem getur tekið leiki í sínar hendur á lokasprettinum - og því verða allir að vinna vel saman sem ein heild til að þetta lið rétti úr kútnum. Ég er bara að miðla reynslu minni og reyna að hrista upp í mannskapnum," sagði Jordan í samtali við blaðamenn. Charlotte vann sex af fyrstu tíu leikjum sínum í haust, en tapaði svo sjö í röð og er í dag með 8 sigra og 14 töp. Liðið er í næstneðsta sæti í Suðausturriðlinum í Austurdeildinni og með sama áframhaldi missir það Miami fram úr sér í töflunni. NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Körfuboltagoðsögnin Michael Jordan er nú búinn að taka fram skóna að nýju og æfir á fullu með liði Charlotte Bobcats í NBA deildinni. Jordan er í stjórn félagsins og ákvað að reyna að efla andann í liðinu með uppátæki sínu, en liðinu hefur gengið afleitlega á síðustu vikum. Bobcats byrjaði ágætlega í deildinni í haust en síðan hefur heldur hallað undan fæti. Jordan, sem er 44 ára gamall, ítrekaði í samtali við blaðamenn að þetta uppátæki væri ekki hugsað sem enn ein endurkoman í NBA deildina, heldur vildi hann aðeins hressa upp á andann í liðinu og koma góðum skilaboðum áleiðis til sinna manna. "Lið okkar er ekki svo heppið að vera með stórstjörnu í sínum röðum - mann sem getur tekið leiki í sínar hendur á lokasprettinum - og því verða allir að vinna vel saman sem ein heild til að þetta lið rétti úr kútnum. Ég er bara að miðla reynslu minni og reyna að hrista upp í mannskapnum," sagði Jordan í samtali við blaðamenn. Charlotte vann sex af fyrstu tíu leikjum sínum í haust, en tapaði svo sjö í röð og er í dag með 8 sigra og 14 töp. Liðið er í næstneðsta sæti í Suðausturriðlinum í Austurdeildinni og með sama áframhaldi missir það Miami fram úr sér í töflunni.
NBA Mest lesið „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Handbolti Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf Handbolti Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Handbolti Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Fótbolti „Ég gerði það sem ég geri á æfingum“ Sport Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Enski boltinn „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ Handbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn Körfubolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Fleiri fréttir Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjör og viðtöl: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjör og viðtöl: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira