Múm býður á tónleika 18. desember 2007 13:46 Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi. Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Hljómsveitin Múm mun fagna heimkomu sinni og vel lukkaðri tónleikaferð á skemmtistaðnum Organ á miðvikudagskvöldið klukkan níu. Fram koma Múm, Mr. Silla & Mongoose og fleiri óvæntir gestir, og er frítt á tónleikana. Í september sendi sveitin frá sér fjórðu hljómplötu sína 'Go Go Smear the Poison Ivy'. Platan var tekin upp víðs vegar um landið og má þá nefna sérstaklega tónlistarskólann á Ísafirði sem Örvar og Gunnar lögðu undir sig sumarið 2006. Önnur skólabygging kom einnig við sögu, en allar trommur og gott betur, voru teknar upp í gömlum skóla á eynni Nötö sem liggur á milli Svíþjóðar og Finnlands. Stofnmeðlimir sveitarinnar Örvar Þóreyjarson Smárason og Gunnar Örn Tynes sitja enn í stjórnklefanum, en á þessari plötu koma þar að fjölmargir hjálparkokkar, bæði nýjir og gamlir. Finnska trommuundrið Samuli Kosminen ber bumbur og sér um slagverksleik eins og á síðustu plötum og Eiríkur Orri Ólafsson bregður sér í allra kvikinda líki, leikur á trompet, pianó og útsetur strengi og blásturshljóðfæri. Ólöf Arnalds leikur á víólu og gítar sem fyrr og syngur, en í hópinn bætast þær Hildur Guðnadóttir og Sigurlaug Gísladóttir, eða Mr.Silla, en Hildur hefur þó unnið heilmikið með múm áður. Kápuna hannaði Ingibjörg Birgisdóttir og hefur myndband hennar við fyrsta smáskífulagið vakið gríðarlega athygli og þá sérstaklega á Youtube, þar sem myndbandið hefur fengið hátt í 500.000 áhorfendur og var um tímabil 35. vinsælasta myndband á síðunni. Múm hyggur ekki á tónleika á Íslandi fyrr en eftir tónleikaferð sína til Japan snemma á næsta ári, þar sem hún spilar m.a. á þremur tónleikum með Skakkamanage. Í sumar spilaði sveitin á sérvöldum tónlistarhátíðum víða um Evrópu, til að mynda Primavera í Barcelona, La Mar de Musicas í Murcia, Villette Sonique í París, Sync festival Aþenu, Afisha í Moskvu og nú síðast á hálfgerðum leynitónleikum á Museum of Garden History í London, þar sem gestir voru dregnir úr hatti eða hálfgerðu net-lotteríi.
Hildur Guðnadóttir Menning Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira