Serbneski landsliðsmaðurinn Lidija Stojkanovic, leikmaður HK/Víkings, nefbrotnaði á tveimur stöðum á æfingu með liðinu í fyrradag.
Hún þurfti að fara í aðgerð í gærmorgun en samkvæmt heimasíðu HK er ekki ljóst hvað hún verður lengi frá vegna þessa.
Stojkanovic er þaulreyndur landsliðsmaður með Serbíu og á að baki 48 A-landsleiki. Hún skoraði sex mörk í fimmtán deildarleikjum með HK/Víkingi í fyrra er það vann sér sæti í Landsbankadeild kvenna í fyrsta skipti.