NBA í nótt: LeBron með og Cleveland vann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. desember 2007 09:01 LeBron James skilur hér Troy Murphy eftir í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97 NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Cleveland vann sinn fyrsta sigur í sjö leikjum í NBA-deildinni í nótt er liðið lagði Indiana, 118-105. LeBron James var með eftir að hafa jafnað sig af meiðslum og skoraði sautján stig. James var ekki í byrjunarliðinu en lék í 22 mínútur. Hann missti af síðustu fimm leikjum Cleveland fyrir leik næturinnar vegna meiðsla á fingri. Cleveland tapaði öllum þessum fimm leikjum. Þá var Larry Hughes einnig með Cleveland, rétt eins og í síðasta leik, en hann er sömuleiðis að jafna sig eftir meiðsli. Hann skoraði 36 stig í leiknum. Anderson Varejao lék einnig með Cleveland í fyrsta skipti á tímabilinu eftir miklar deilur við félagið um samningsmál. Hjá Indiana var Mike Dunleavy stigahæstur með 23 stig og Jermaine O'Neal var með átján. Troy Murphy var með fjórtán stig og tólf fráköst. Golden State vann góðan sigur á San Antonio í nótt, 96-84, en Tim Duncan gat ekki leikið með síðarnefnda liðinu vegna meiðsla. Golden State er sjóðheitt um þessar mundir og hefur unnið tólf af síðustu fimmtán leikjum sínum. San Antonio er einnig búið að ganga vel en liðið vann síðustu fimm leiki sína fyrir leikinn í nótt. Þetta er besti árangur Golden State í fimmtán leikjum í röð í meira en þrjá áratugi. Stephen Jackson var með 20 stig, Baron Davis átján stig og Kelenna Azbuike sextán stig. Hjá San Antonio var Matt Bonner stigahæstur með 25 stig en hann tók einnig sautján fráköst. Manu Ginobili gerði þrettán stig og Tony Parker ellefu. Toronto vann góðan sigur á Atlanta í nótt, 100-88. TJ Ford var stigahæstu rmeð 26 stig hjá Toronto en hann var fluttur á sjúkrahús eftir að Al Horford, nýliði hjá Atlanta, braut illa á honum. Ford skall illa á hausnum í gólfinu og brást þjálfari Toronto, Sam Mitchell, hinn versti við. LA Clippers vann í nótt sinn fyrsta sigur á New Jersey í næstum tíu ár, 91-82. Liðin eru ekki þau sigursælustu í NBA-deildinni undanfarið en fyrir leikinn hafði Clippers tapað átta af síðustu níu leikjum sínum og New Jersey hefur nú tapað átta af síðustu níu heimaleikjum sínum. Caron Butler var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Washington og Roger Mason yngri var með sautján stig fyrir liðið er það bar sigurorð af Minnesota, 102-88. Craig Smith var með 36 stig fyrir Minnesota. Úrslit annarra leikja í nótt: Memphis Grizzlies - Detroit Pistons 103-113Chicago Bulls - Seattle SuperSonics 123-96 Utah Jazz - Portland Trail Blazers 89-97
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira