NBA í nótt: Utah vann Detroit Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. nóvember 2007 08:56 Carlos Boozer var öflugur í nótt eins og svo oft áður. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli. Deron Williams hefur nú náð sér af fullu af támeiðslum sínum en hann var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Carlos Boozer var með 36 stig og ellefu fráköst auk þess sem hann hitti úr sautján af 20 skotum sínum utan af velli. „Það er meira af þessu í vændum," sagði Boozer. „Þegar ég og D erum báðir 100% klárir verður erfitt að ætla sér sigur gegn Utah." Detroit var án Rasheed Wallace sem á við meiðsli í hné að stríða. Þá var Flip Saunders, þjálfari liðsins, rekinn af velli í þriðja leikhluta eftir að hann hnakkreifst við einn dómara leiksins. Utah var með sjö stiga forystu í hálfleik, 57-50, og létu forystuna aldrei af hendi. Niðurstaðan var sem fyrr segir tíu stiga sigur, 103-93. Antonio McDyess var stigahæstur hjá Detroit með nítján stig og tólf fráköst. Richard kom næstur með sautján stig. Andres Nocioni reynir hér að komast framhjá Chris Bosh.Nordic Photos / Getty Images Chicago Bulls tapaði sínum fjórða leik í röð, í þetta sinn fyrir Toronto Raptors, 93-78. Slæmur leikkafli í fjórða leikhluta gerði það að verkum að Toronto náði að stinga af og vinna öruggan sigur. Chris Bosh var með sextán stig og þrettán fráköst fyrir Toronto og Jamario Moon var með fimmtán stig. Jose Calderon var þó stigahæstur í liðinu með nítján stig. Hjá Chicago var Luol Deng með 21 stig og Ben Gordon með sautján. Toronto var með undirtökin lengst af í leiknum en náði ekki að hrista Chicago endanlega af sér fyrr en í síðasta leikhluta. Þetta var 114. sigur Sam Mitchell sem þjálfari Toronto og fór hann þar með fram úr Lenny Wilkens sem sigursælasti þjálfari liðsins. Chicago hefur verið að hitta einstaklega illa á tímabilinu og breyttist það ekkert í nótt. Liðið allt hitti úr 30 af 79 skotum sínum í nótt og var með 38 prósent skotnýtingu. LeBron James tekur eitt frákasta sinna í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Þriggja stiga karfa Damon Jones þegar 36 sekúndur voru til leiksloka í leik Indiana og Cleveland í nótt gerði gæfumuninn fyrir síðarnefnda liðið sem vann fimm stiga sigur á Indiana, 111-106. Cleveland var reyndar komið með nokkuð þægilega forystu í þriðja leikhlut en Indiana tókst að hleypa spennu aftur í leikinn. LeBron James var með þrefalda tvennu í leiknum í nótt og var nánast óstöðvandi. Hann skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Drew Gooden var með 23 stig og Aleksandar Pavlovic með 22 stig. Gooden var einnig með tólf fráköst. Jamaal Tinsley skoraði 24 stig fyrir Indiana, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Marquis Daniels var þó stigahæstur með 25 stig og Danny Granger bætti við 21 stigi. Þetta var fjórða þrefalda tvenna James á tímabilinu og sú fjórtánda á ferlinum hans. Hann sagði eftir leik að það væri til ekki neins að ná þrefaldri tvennu nema að liðið ynni líka viðkomandi leik. Chris Wilcox treður yfir Tim Duncan.Nordic Photos / Getty Images Seattle náði að skora 64 stig í fyrri hálfleik gegn San Antonio en tapaði samt leiknum, 116-101. Staðan var reyndar jöfn í hálfleik en það er ekki á hverjum degi sem San Antonio vær svo mörg stig á sig á jafn skömmum tíma. Það var því ekki um annað að ræða en að skella í lás í vörninni og það var einmitt það sem San Antonio gerði þegar liðið skoraði fyrstu tólf stigi í þriðja leikhluta. Þetta var tólfti sigur San Antonio af fjórtán leikjum á tímabilinu og er það besta byrjun félagsins í sögu NBA-deildarinnar. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði þó að það skipti litlu máli. „Við höfum áður byrjað vel en ekki unnið titilinn," sagði hann og tók Manu Ginobili í svipaðan streng. „Það vita allir að við förum í úrslitakeppnina. Þetta snýst því um að vera í besta mögulega formi í apríl." Tim Duncan var öflugur í nótt og skoraði 26 stig í eliknum. Tony Parker og Ginobili komu næstir með 22 stig. Hjá Seattle var Wally Szczerbiak stigahæstur með 27 stig og Kevin Durant kom næstur með 25 stig. Hið ógurlega Nets-gengi.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði sínum þriðja leik í nótt, í þetta sinn á heimavelli fyrir New Jersey Nets, 102-100. Eftir að New Jersey tapaði sex leikjum í röð á dögunum sagði Jason Kidd í blöðunum að leikmenn liðsins kynnu varla að tapa. Greinilegt er að leikmenn tóku orðin til sín því liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Þegar Sasha Vujacic skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom hann Lakers í tveggja stiga forystu, 96-94. Á síðustu mínútunni skoruðu liðin eingöngu úr vítaköstum og munaði þar mestu um að Kobe Bryant misnotaði skot þegar skammt var til leiksloka og New Jersey náði boltanum. Það dugði til að liðið næði frumkvæðinu í leiknum og innbyrti það tveggja stiga sigur, 102-100. Jefferson var með 27 stig í leiknum og Vince Carter nítján fyrir New Jersey. Hjá Lakers var Bryant með 31 stig og Derek Fisher 20. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Utah Jazz vann sinn tíunda sigurleik á tímabilinu í NBA-deildinni og þann þriðja í röð er liðið vann sigur á Detroit Pistons, 103-93, á útivelli. Deron Williams hefur nú náð sér af fullu af támeiðslum sínum en hann var með 21 stig og fjórtán stoðsendingar í leiknum. Carlos Boozer var með 36 stig og ellefu fráköst auk þess sem hann hitti úr sautján af 20 skotum sínum utan af velli. „Það er meira af þessu í vændum," sagði Boozer. „Þegar ég og D erum báðir 100% klárir verður erfitt að ætla sér sigur gegn Utah." Detroit var án Rasheed Wallace sem á við meiðsli í hné að stríða. Þá var Flip Saunders, þjálfari liðsins, rekinn af velli í þriðja leikhluta eftir að hann hnakkreifst við einn dómara leiksins. Utah var með sjö stiga forystu í hálfleik, 57-50, og létu forystuna aldrei af hendi. Niðurstaðan var sem fyrr segir tíu stiga sigur, 103-93. Antonio McDyess var stigahæstur hjá Detroit með nítján stig og tólf fráköst. Richard kom næstur með sautján stig. Andres Nocioni reynir hér að komast framhjá Chris Bosh.Nordic Photos / Getty Images Chicago Bulls tapaði sínum fjórða leik í röð, í þetta sinn fyrir Toronto Raptors, 93-78. Slæmur leikkafli í fjórða leikhluta gerði það að verkum að Toronto náði að stinga af og vinna öruggan sigur. Chris Bosh var með sextán stig og þrettán fráköst fyrir Toronto og Jamario Moon var með fimmtán stig. Jose Calderon var þó stigahæstur í liðinu með nítján stig. Hjá Chicago var Luol Deng með 21 stig og Ben Gordon með sautján. Toronto var með undirtökin lengst af í leiknum en náði ekki að hrista Chicago endanlega af sér fyrr en í síðasta leikhluta. Þetta var 114. sigur Sam Mitchell sem þjálfari Toronto og fór hann þar með fram úr Lenny Wilkens sem sigursælasti þjálfari liðsins. Chicago hefur verið að hitta einstaklega illa á tímabilinu og breyttist það ekkert í nótt. Liðið allt hitti úr 30 af 79 skotum sínum í nótt og var með 38 prósent skotnýtingu. LeBron James tekur eitt frákasta sinna í leiknum.Nordic Photos / Getty Images Þriggja stiga karfa Damon Jones þegar 36 sekúndur voru til leiksloka í leik Indiana og Cleveland í nótt gerði gæfumuninn fyrir síðarnefnda liðið sem vann fimm stiga sigur á Indiana, 111-106. Cleveland var reyndar komið með nokkuð þægilega forystu í þriðja leikhlut en Indiana tókst að hleypa spennu aftur í leikinn. LeBron James var með þrefalda tvennu í leiknum í nótt og var nánast óstöðvandi. Hann skoraði 30 stig, tók ellefu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Drew Gooden var með 23 stig og Aleksandar Pavlovic með 22 stig. Gooden var einnig með tólf fráköst. Jamaal Tinsley skoraði 24 stig fyrir Indiana, tók níu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Marquis Daniels var þó stigahæstur með 25 stig og Danny Granger bætti við 21 stigi. Þetta var fjórða þrefalda tvenna James á tímabilinu og sú fjórtánda á ferlinum hans. Hann sagði eftir leik að það væri til ekki neins að ná þrefaldri tvennu nema að liðið ynni líka viðkomandi leik. Chris Wilcox treður yfir Tim Duncan.Nordic Photos / Getty Images Seattle náði að skora 64 stig í fyrri hálfleik gegn San Antonio en tapaði samt leiknum, 116-101. Staðan var reyndar jöfn í hálfleik en það er ekki á hverjum degi sem San Antonio vær svo mörg stig á sig á jafn skömmum tíma. Það var því ekki um annað að ræða en að skella í lás í vörninni og það var einmitt það sem San Antonio gerði þegar liðið skoraði fyrstu tólf stigi í þriðja leikhluta. Þetta var tólfti sigur San Antonio af fjórtán leikjum á tímabilinu og er það besta byrjun félagsins í sögu NBA-deildarinnar. Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, sagði þó að það skipti litlu máli. „Við höfum áður byrjað vel en ekki unnið titilinn," sagði hann og tók Manu Ginobili í svipaðan streng. „Það vita allir að við förum í úrslitakeppnina. Þetta snýst því um að vera í besta mögulega formi í apríl." Tim Duncan var öflugur í nótt og skoraði 26 stig í eliknum. Tony Parker og Ginobili komu næstir með 22 stig. Hjá Seattle var Wally Szczerbiak stigahæstur með 27 stig og Kevin Durant kom næstur með 25 stig. Hið ógurlega Nets-gengi.Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tapaði sínum þriðja leik í nótt, í þetta sinn á heimavelli fyrir New Jersey Nets, 102-100. Eftir að New Jersey tapaði sex leikjum í röð á dögunum sagði Jason Kidd í blöðunum að leikmenn liðsins kynnu varla að tapa. Greinilegt er að leikmenn tóku orðin til sín því liðið hefur nú unnið þrjá leiki í röð. Þegar Sasha Vujacic skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka kom hann Lakers í tveggja stiga forystu, 96-94. Á síðustu mínútunni skoruðu liðin eingöngu úr vítaköstum og munaði þar mestu um að Kobe Bryant misnotaði skot þegar skammt var til leiksloka og New Jersey náði boltanum. Það dugði til að liðið næði frumkvæðinu í leiknum og innbyrti það tveggja stiga sigur, 102-100. Jefferson var með 27 stig í leiknum og Vince Carter nítján fyrir New Jersey. Hjá Lakers var Bryant með 31 stig og Derek Fisher 20.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira