Allt um NBA í nótt: Boston lagði Lakers 24. nóvember 2007 11:23 Paul Pierce faðmar Kendrick Perkins eftir að sá síðarnefndi átti sinn besta leik á ferlinum í sókninni NordicPhotos/GettyImages Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Boston vann 10. leikinn sinn á tímabilinu með því að skella gömlu erkifjendunum sínum í LA Lakers á heimavelli 107-94 og er með besta árangur allra liða í deildinni. Kendrick Perkins, miðherji Boston, setti persónulegt met í leiknum þegar hann skoraði 21 stig og hirti 9 frákast. Kevin Garnett skoraði líka 21 stig og hirti 11 fráköst og Paul Pierce skoraði 20 stig og gaf 9 stoðsendingar. Kobe Bryant var atkvæðamestur hjá Lakers með 28 stig og Vladimir Radmanovic skoraði 18 stig. Golden State lagði Washington á útivelli 123-115 í fjörugum leik þar sem þeir Baron Davis hjá Golden State og Caron Butler hjá Washington háðu frábært einvígi og náðu báðir þrefaldri tvennu. Davis var með 33 stig, 15 stoðsendingar og 10 fráköst og Butler skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar fyrir Washington. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 2003 sem menn í sitthvoru liðinu ná þrennu - eða síðan Tracy McGrady og Jason Kidd gerðu það í leik Orlando og New Jersey í febrúar það ár. Orlando heldur áfram góðri sigurgöngu sinni og lagði Charlotte 105-92 í nótt á bak við stórleik Dwight Howard sem skoraði 34 stig og hirti 17 fráköst. Emeka Okafor skoraði 14 stig og hirti 18 fráköst fyrir Charlotte. Detroit lagði Philadelphia 83-78. Tayshaun Prince skoraði 15 stig fyrir Detroit en Andre Iguodala setti 17 fyrir Philadelphia sem hefur aðeins unnið þrjá leiki til þessa. Þetta var fjórði heimasigur Detroit í röð. Indiana vann nokkuð óvæntan sigur á Dallas á heimavelli 111-107. Danny Granger skoraði 25 stig fyrir heimaemnn en Devin Harris skoraði 24 fyrir gestina frá Dallas sem töpuðu aðeins þriðja leiknum sínum á tímabilinu. Shaq svaraði kallinuShaquille O´Neal rifjaði upp gamla takta gegn Yao Ming í nóttNordicPhotos/GettyImagesMiami stimplaði sig inn í baráttuna á ný með sigri á Houston á heimavelli 98-91. Mestu munaði um að þeir Shaquille O´Neal (26/11) og Dwyane Wade (31 stig) fundu fjölina sína í leiknum. Yao Ming var bestur hjá Houston með 20 stig en Tracy McGrady 19.Fréttir bárust af því fyrir leikinn að McGrady hefði látið hafa eftir sér í viðtali að Shaquille O´Neal væri ekki nema á þriðjungi af tanknu nú orðið vegna aldurs og fyrri starfa - en sá stóri svaraði því með því að verja fyrsta skot McGrady í leiknum.Yao Ming var upp með sér yfir því að O´Neal veldi þennan leik til að hrista af sér sliðruorðið. "Það er heiður fyrir mig að hann skuli spila sinn besta leik á móti mér - þetta var eins og þegar ég var að mæta honum sem nýliði á sínum tíma," sagði Kínverjinn auðmjúki.Minnesota og Seattle í vandræðumSan Antonio vann fyrirhafnarlítinn sigur á Memphis 101-88. Tim Duncan skoraði 28 stig fyrir heimamenn en Juan Carlos Navarro setti 16 fyrir gestina.Denver lagði Minnesota á heimavelli 99-93 eftir að hafa verið undir lengst af leik. Carmelo Anthony skoraði 31 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 18 fráköst, en Antoine Walker skoraði 24 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið einn af fyrstu 10 leikjum sínum.Phoenix lagði LA Clippers 113-94. Amare Stoudemire átti sinn besta leik á tímabilinu með 29 stig, Shawn Marion skoraði 21 stig og hirti 17 fráköst og Steve Nash var með 20 stig og 10 stoðsendingar. Sam Cassell skoraði 26 stig fyrir Clippers, Ruben Patterson 18 og hirti 11 fráköst og Chris Kaman var með 17 stig og 14 fráköst.Utah lagði New Orleans heima 99-71 þar sem Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir heimamenn en David West skoraði 18 stig og hirti 14 fráköst fyrir gestina.Portland lagði Sacramento heima 87-84 þar sem sniðskot frá Brandon Roy tryggði Portland sigurinn í lokin. Kevin Martin skoraði 21 stig fyrir gestina en LeMarcus Aldridge var atkvæðamestur í liði Portland með 28 stig og 12 fráköst.Loks vann New Jersey langþráðan sigur á Seattle á útivelli 98-93 þar sem Richard Jefferson skoraði 30 stig fyrir gestina og Vince Carter var með liðinu á ný og skoraði 15 stig af bekknum. Delonte West skoraði 17 stig af bekknum fyrir Seattle og Jeff Green var með 14 stig og 14 fráköst. Seattle hefur aðeins unnið tvo leiki á tímabilinu.Smelltu hér til að skoða stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn Handbolti Fleiri fréttir Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum