Óttast að borgarastyrjöld brjótist út Guðjón Helgason skrifar 23. nóvember 2007 18:45 Líbanska þinginu tókst ekki að velja forseta í dag. MYND/AP Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag. Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira
Óttast er að borgarastyrjöld brjótist aftur út í Líbanon. Andstæðum fylkingum á þingi tókst ekki að velja forseta í dag og landið því forsetalaust frá miðnætti. Her landsins er í viðbragðsstöðu. Bandamenn Sýrlendinga á þingi og þingmenn andsnúnir afskiptum ráðamanna í Damaskus af innanríkismálum Líbanons hafa tekist á um forsetaembættið síðustu misserin. Ríkisstjórn Fuads Saniora, forsætisráðherra, - sem nýtur stuðnings vesturveldanna - boðaði til atkvæðagreiðslunnar í dag en stjórnarandstöðuþingmenn - hliðhollir Sýrlendingum mættu ekki. Þar með voru ekki nógu margir á fundi þannig að hægt væri að kjósa forseta. Þingforseti frestaði kjörinu um eina viku. Kjörtímabil núverandi forseta, Emils Lahouds, bandamanns Sýrlendinga, rennur út á miðnætti í nótt og því vakna Líbanar í fyrramálið forsetalausir. Á meðan fara stjórnvöld með forsetavaldið. Það vill Lahoud alls ekki og hefur heitið því að skipa herforingjann Michel Suleiman í embættið tímabundið. Talið er nær útilokað að samkomulga takist um nýjan forseta. Þess fyrir utan þarf aukinn meirihluta atkvæða til að tryggja kjör í embættið og hvorug fylkingin hefur það mikinn stuðning. Óttast margir að upp úr sjóði . Talin er hætta á að sitt hvor ríkisstjórnin verði skipuð líkt og var þegar borgarastyrjöld geisaði í landinu á árunum 1975 til 1990. Þær fylkingar berist síðan á banaspjótum. Stjórnmálaskýrendur segja mikla spennu í loftinu. Herlið sé mjög sýnilegt. Varðstöðvum hafi veri komið upp víða í Beirút, byssuleyfi ekki veitt um óákveðinn tíma og skólum lokað í dag.
Erlent Fréttir Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Innlent Fleiri fréttir Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Sjá meira