Gengi bréfa í Exista féll um tæp 5,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag og hefur markaðsvirði fyrirtækisins ekki verið lægra síðan í byrjun febrúar. Markaðsvirði einungis þriggja fyrirtækja jókst á sama tíma.
Gengi bréfa í 365 og Icelandair hækkaði mest, eða um 0,78 prósent, en í FL Group um 0,47 prósent og í Kaupþingi um 0,11 prósent.
Þá lækkaði Úrvalsvísitalan um 0,62 prósent og hefur hækkað um 5,16 prósent á árinu. Hún stendur í 6,741 stigi og hefur ekki verið lægri síðan snemma í janúar.