Taserbyssur sagðar hættulitlar Óli Tynes skrifar 21. nóvember 2007 14:58 Auglýsingamynd sem á að sýna hnífamann yfirbugaðan með Taser. Sagt skárri kostur en að skjóta hann til bana. Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar. Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira
Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar.
Erlent Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Sjá meira