Taserbyssur sagðar hættulitlar Óli Tynes skrifar 21. nóvember 2007 14:58 Auglýsingamynd sem á að sýna hnífamann yfirbugaðan með Taser. Sagt skárri kostur en að skjóta hann til bana. Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar. Erlent Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Rannsóknir á Taser byssunum svokölluðu sem lama fólk í stutta stund með rafstuði, benda til að þær séu hættulitlar. Yfir 10 þúsund löggæslustofnanir í 45 löndum nota þessar byssur. Á fréttavef BBC er sagt frá rannsókn á eittþúsund tilfellum þar sem Taser var beitt, í Bandaríkjunum. Rannsóknin var gerð við Wake Forest háskólann í Bandaríkjunum með styrk frá US National Institute of Justice. Meiðsli lítil Bráðabirgðaniðurstöður í 597 tilfellum voru birtar í tímaritinu Annals of Emergency Medicine í september síðastliðnum. Niðurstöðurnar benda til þess að hættan sé lítil og alvarleiki meiðsla sé lítill. Flest meiðslin voru mar og skrámur. Í þrem tilfellum meiddist fólk það alvarlega að það lagt lagt inn á sjúkrahús. Tvennt hlaut höfuðmeiðsli þegar það féll við Taser skot. Einn var lagður inn á sjúkrahús tveim dögum síðar vegna ástands sem var óljóst hvort tengdist Taser beitingu. Tveir hinna handteknu létust en krufning benti til þess að í hvorugu tilfellinu væri það vegna Taser beitingar. Amnesty á móti Samtökin Amnesty International telja Taser byssur vera hættulegar og nefna tölur um dauðsföll tengd notkun þeirra. Samtökin viðurkenna þó að þau hafi ekki vísindalegar sannanir fyrir því að beiting vopnanna hafi valdið þessum dauðsföllum. Samtök lögreglumanna í Bretlandi, Bandaríkjunum og víðar, eru hlynnt því að hafa þennan valkost. Hann dragi úr hættu á meiðslum eða jafnvel dauða bæði lögreglumanna og þeirra sem þeir hafi afskipti af. Skotvopn séu auðvitað margfallt hættulegri. Og það sé einnig hættulegra fyrir alla aðila að lenda í slagsmálum þar sem beitt sé kylfum eða hnúum og hnefum. Taser byssurnar lami fólk í örskamma stund og á meðan sé hægt að koma því í járn. Fjölmargir sjálfboðaliðar hafa látið skjóta í sig Taser pílum. Bæði lögreglumenn og blaðamenn. Kanadiskur blaðamaður lýsir því þannig að hnén á honum hafi gefið eftir og hann hafi dottið niður varnarlaus. Um leið og straumurinn var tekinn af reis hann á fætur og kenndi sér einskis meins. Ekki 50 þúsund volt Taser byssur lama ekki með 50 þúsund volta straumi heldur 1200. Þegar rafmagnið flæðir milli póla í tækinu sjálfu eru það 50 þúsund volt. Þegar hinsvegar er búið að skjóta í mann fellur það niður í 1200. Fyrirtækið Taser International heldur því fram að byssur þeirra séu hættulausar. Taser segir að um þetta vitni yfir sjötíu sjálfstæðar rannsóknir. Bæði læknisfræðilegar- og öryggisrannsóknir. Þær hafi leitt í ljós að í tilfellum þar sem dauða bar að höndum eftir að Taser var beitt, hafi krufning leitt í ljós að orsakana var að leita annarsstaðar.
Erlent Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira