Hanskinn hættur 16. nóvember 2007 19:16 Gary Payton var alræmdasti kjaftaskurinn í NBA deildinni á sínum tíma NordicPhotos/GettyImages Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð. NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Kjaftaskurinn Gary Payton segist vera nokkuð viss um að hann sé hættur að spila körfubolta eftir glæsilegan feril í NBA deildinni. Hann hefur ekki miklar mætur á fyrrum þjálfara sínum Pat Riley. Payton gerði garðinn frægan í NBA deildinni þegar hann lék með Seattle Supersonics á tíunda áratugnum og náði alla leið í úrslitin eitt árið. Hann náði loksins að verða meistari árið 2006 með Miami Heat, þá kominn á síðasta snúning sem leikmaður. ESPN sjónvarpsstöðin tók skemmtilegt viðtal við Payton í dag þar sem m.a. kemur fram að hann hefur ekki mjög mikið álit á ungu leikmönnunum í deildinni í dag - og forvitnilegar skoðanir á þjálfurum sínum í gegn um tíðina. "Það er nokkuð pottþétt að ég er hættur," sagði Payton, sem fékk viðurnefnið "Hanskinn" á sínum tíma vegna ákafs varnarleiks síns. "Nú hangi ég bara með fjölskyldunni og nýt lífsins. Ég er búinn að vera í bransanum í 17 ár og það er fínt að þurfa ekki að vakna á hverjum degi og púla, ferðast og eiga í upp og niður samskiptum við þjálfarana," sagði Payton. George Karl í uppáhaldi Hann lék á sínum tíma fyrir nokkra af bestu þjálfurum í deildinni. George Karl hjá Seattle, Phil Jackson hjá LA Lakers, Doc Rivers hjá Boston og Pat Riley hjá Miami. "George Karl er í fyrsta sæti hjá mér, síðan Phil Jackson og loks Doc Rivers," sagði Payton. Ekki orð um Pat Riley. "Jú, ég vann reyndar titil undir hans stjórn en hann er samt ekki einn af mínum uppáhalds þjálfurum. Ég vil ekki fara nánar út í það, en ég set persónulegt samband mitt við þjálfarann í fyrsta sæti," sagði Payton. Payton náði í titilinn eftirsótta í MiamiNordicPhotos/GettyImages Ungu mennirnir kunna ekki að spila vörn Hann er ekki hrifinn af ungum leikmönnum sem eru að koma upp í deildinni í dag og segir þá gleyma því að það séu tvær hliðar á vellinum. "Menn spila ekki körfubolta í dag eins og þeir gerðu áður og leikurinn er orðinn allt of sóknarsinnaður. Þeir spila ekki vörn. Þegar ég var að spila var ég vanur að loka á besta sóknarmann andstæðinganna og skora 25 stig í leik. Ég sé engan mann gera þetta í dag. Bruce Bowen er góður varnarmaður, en hann er engin ógn í sóknarleiknum," sagði Gary Payton. Eftir langan og glæsilegan feril er Payton orðinn 21. stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi, er í sjötta sæti yfir flestar stoðsendingar, þriðja yfir stolna bolta og áttundi í leikjum spiluðum á ferlinum. Payton skoraði 16,3 stig að meðaltali í leik, gaf 6,7 stoðsendingar og stal 1,8 boltum. Hann var valinn varnarmaðuri ársins árið 1996 og var m.a. valinn í varnarúrval deildarinnar níu ár í röð.
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira