Undirvagninn vandamálið Guðjón Helgason skrifar 16. nóvember 2007 19:10 MYND/Teknikens Värld Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum. Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Toyota í Evrópu hefur fyrirskipað að sölu á Hilux pallbíl fyrirtækisins á 16 tommu dekkjum verði hætt í allri álfunni. Bíllinn valt næstum í elgsprófi. Ritstjóri sænsks bílablaðs sem gerði prófið segir dekkin ekki vandamálið heldur undirvagninn. Það var sænska bílablaðið Teknikens Värld sem gerði elgsprófið á sex pallbílategundum. Bílunum var ekið á innan við sextíu kílómetra hraða og síðan snarbeygt til að vikja undan aðvífandi hættu - svo sem eins og elg á miðjum veginum. Mitsubishi L tvö hundruð kom best út úr prófinu en Toyota Hilux verst. Sama próf kom illa út fyrir A-bíl Mercedes Benz fyrir tíu árum og endurbætur þá gerðar á þeim bílum eftir að sala á þeim hrundi. Að sögn Kristins G. Bjarnasonar hjá Toyota á Íslandi gerðu Toyota í Evrópu og Japan prófanir á bílnum og að sögn hans fengu þeir ekki bílinn til að hegða sér með sama hætti og Teknikens Värld í þeirra prófi. Þrátt fyrir það hafi verið ákveðið að hætta að selja bílinn á sextán tommu dekkjum því bíllinn hafi ekki hegðað sér sem skyldi. Á fimmtán tommu dekkjum skapist engin hætta. Kristinn segir Toyota Hilux bíla sem seldir séu á Íslandi alla með fimmtán tommu dekkjum - sextán tommu dekkin séu aukabúnaður. Formlegrar tilkynningar vegna málsins frá höfuðstöðvum Toyota sé að vænta á næstu dögum. Fréttastofa Stöðvar tvö hafði samband við Daniel Frodin, ritstjóra Teknikens Värld. Þær upplýsingar fengust hjá honum að dekkin og breidd þeirra væri ekki vandamálið heldur undirvagn Hiluxins. Hann sé ekki rétt hannaður. Þetta sé alvarlegt vandamál sem þurfi að taka á. Hægt sé aðs etja rafeindastýrðan jafnvægisbúnað í bílana - en Toyota Hilux er einn af fáum nýjum bílum án hans. Einnig segir Frodin hægt að endurhanna undirvagninn. Hilux bílar njóta vinsælda á Íslandi sem og annars staðar. Um sjö hundruð og fimmtíu slíkir eru nú á íslenskum götum.
Erlent Fréttir Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira