Að minnsta kosti 1.100 manns týndu lífi þegar fellibylurinn Sidr skall á suðurhluta Bangladess í gær. Mörg þúsund manns er enn saknað. Óttast er að fleiri séu látnir því mörg svæði hafa einangrast.
Bjögrunarmenn reyna nú hvað þeir geta til að ferja mat og lyf til eftirlifenda. Nærri sjö hundruð þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín.
Veðurofsinn var mikill um tíma og í versu hviðunum fór vindhraði upp í 66 metra á sekúndu. Verulega dró úr vindstyrk þegar fellibylurinn fór yfir höfuðborgina, Dhaka, í dag.