Morðið á Dando endurskoðað - Jakob Frímann fagnar Óli Tynes skrifar 15. nóvember 2007 13:30 Barry George. Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá. Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira
Þrír æðstu dómarar Bretlands hafa fallist á að taka aftur upp málið gegn Barry George sem var fangelsaður fyrir morðið á Jill Dando, kynni hjá BBC sjónvarpsstöðinni. Dando var skotin til bana á tröppunum að húsi sínu árið 1999. „Þetta eru góðar fréttir," segir Jakob Frímann Magnússon, tónlistarmaður.Lögmaður Barrys sagði fyrir áfrýjunardómstólnum að sönnunargögn gegn honum hefðu verið ófullnægjandi. Meðal annars hefði verið lögð of mikil áhersla á púðurleifar sem fundust í vasa á yfirhöfn hans. Púðurleifarnar voru aðeins einn þúsundasti úr þumlungi að stærð.Dómsforsetinn, Philips lávarður, var sama sinnis. Hann sagði að það væri alveg jafn líklegt og ekki að púðurögnin hefði verið frá einhverju öðru en byssu. Hann sagði einnig að dómurinn hefði komist að þeirri niðurstöðu að ef kviðdóminum hefði verið gerð grein fyrir þessu væri alls ekki víst að Barry hefði verið sakfelldur.Barry George er nú 47 ára gamall. Hann á góða íslenska kunningja sem alltaf hafa verið sannfærðir um sakleysi hans. Einn þeirra er Jakob Frímann Magnússon. Hann var í hópi Íslendinga sem sóttu kaffihús í Lundúnum á þessum árum þar sem Barry var einskonar vikapiltur.„Það var eindóma álit okkar allra að það væri útilokað að Barry hefði framið þennan verknað," sagði Jakob Frímann í samtali við Vísi. „Hann var einn af okkar smærri bræðrum, það sem hefði verið kallað þroskaheftur á árum áður.Barry var mesta gæðablóð og það er af og frá að honum hefði dottið í hug að gera nokkurri manneskju mein. Ég er mjög feginn að heyra að mál hans verði tekið upp aftur. Ég vona að í þetta skipti standi breska dómskerfið sig og að Barry blessaður geti aftur frjálst um höfuð strokið."Ekki hefur verið ákveðið hvenær ný réttarhöld fara fram en þangað til verður Barry George geymdur á bak við lás og slá.
Erlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Fleiri fréttir ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Sjá meira