Haukar yfir gegn Val

Haukar hafa yfir 14-11 gegn Val þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í N1 deild karla í handbolta. Haukarnir náðu 11-6 forystu í hálfleiknum en Fannar Friðgeirsson hélt Valsmönnum inni í leiknum með sjö mörkum, þar af sex síðustu mörkum liðsins í hálfleiknum.