Pavla Nevalirova, tékkneski línumaðurinn í liði Fram, var að vonum ánægð með að vera útnefnd besti leikmaður umferða 1-9 í N1-deild kvenna.
„Ég er afar hamingjusöm með þetta og útnefningin kom mér mikið á óvart," sagði Nevalirova í samtali við Vísi.
Fram hefur komið á óvart í deildinni í vetur og er liðið í öðru sæti deildarinnar eins og er, enn taplaust.
„Fram er afar gott handboltalið sem byggir á góðum ungum leikmönnum," sagði hún. „Deildin er líka mun betri en ég átti von á. Mér líkar lífið afar vel á Íslandi og ekki síst handboltinn."