Fjórði sigurleikur Utah í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. nóvember 2007 09:14 Deron Williams gefur hér boltann framhjá Francisco Garcia, leikmanni Sacramento. Nordic Photos / Getty Images Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst. NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira
Utah Jazz átti í engum vandræðum með Sacramento Kings í NBA-deildinni í nótt og vann þar með sinn fjórða leik í röð. Sacramento varð reyndar fyrir mikilli blóðtöku er það var ljóst að Brad Miller gæti ekki leikið með liðinu í leiknum. Fyrir vikið hafði Utah mikla yfirburði í leiknum en þökk sé slakri frammistöðu í þriðja leikhluta minnkaði forskot Utah úr 25 stigum í tíu. „Það verður að taka með í reikninginn hvaða mönnum við mættum hér í kvöld," sagði Jerry Sloan, þjálfari Utah. „Þrír af þeirra bestu leikmönnum voru ekki með í kvöld og ætla ég því ekkert að hoppa hæð mína í gleði vegna sigursins." Carlos Boozer var stigahæstur hjá Utah með 32 stig og tók tíu fráköst þar að auki. Andrei Kirilenko var líka mjög öflugur og var ekki langt frá því að ná þrefaldri tvennu. Hann var með fimmtán stig, gaf átta stoðsendingar og tók átta fráköst. „Ég get ekki hælt honum nægilega mikið," sagði Boozer um Kirilenko. „Hann er nálægt því að ná þrefaldri tvennu í hverjum einasta leik." Hjá Sacramento var John Salmons stigahæstur með 22 stig, Kevin Martin bætti við 21 og Francisco Garcia nítján. Ron Artest ætti þó að vera klár í næsta leik hjá Sacramento þar sem hann hefur nú lokið því að afplána sitt sjö leikja bann og þá er von á Mike Bibby heilum á nýjan leik um miðbik desember. Morris Peterson fagnar eftir að hann krækti sér í víti eftir að hafa skorað úr þriggja stiga körfu undir lok leiksins.Nordic Photos / Getty Images Chris Paul hetja Hornets New Orleans Hornets skoruðu sex síðustu stig leiksins gegn New Jersey Nets í æsispennandi leik liðanna í nótt. Á endanum vann New Orleans tveggja stiga sigur, 84-82, eftir að Chris Paul skoraði sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru til leiksloka. Morris Peterson átti reyndar stóran þátt í sigrinum þar sem hann skoraði úr þriggja stiga körfu þegar mínúta var til leiksloka og fiskaði um leið villu á Jason Collins. Hann hitti úr vítaskotinu og jafnaði þar með leikinn. Paul átti reyndar sinn þátt í þeirri sókn þar sem hann stal boltanum sem gerði Peterson kleift að skora stigin fjögur. Mikið hafði verið gert úr einvígi Chris Paul og Jason Kidd fyrir leikinn og óhætt að segja að Paul hafi staðið uppi sem sigurvegari í þeim skilningi. Paul skoraði 27 stig í leiknum og var stigahæstur leikmanna New Orleans en hann tók einnig sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Jason Kidd skoraði fjórtán stig, gaf tíu stoðsendingar og tók níu fráköst. Richard Jefferson var stigahæstur hjá New Jersey með 32 stig. Vince Carter lék ekki með New Jersey þar sem hann tognaði á ökkla í leiknum gegn Boston á aðfaranótt sunnudags og er óljóst hversu lengi hann verður frá. En ef Paul var hetja leiksins var Nenad Krstic klárlega skúrkurinn. Hann skoraði að vísu tólf stig og tók tíu fráköst sem er langt yfir meðaltali hans. Hann klúðraði hins vegar tveimur vítaköstum þegar 42 sekúndur voru til leiksloka og í kjölfarið brenndi hann af skoti sem gerði New Orleans kleift að taka frumkvæðið í leiknum. JR Smith var gríðarlega öflugur í nótt.Nordic Photos / Getty Images Iverson slátraði Cleveland Stórskytturnar hjá Denver Nuggets stóðu heldur betur undir nafni í nótt er liðið vann 22 stiga sigur á Cleveland, 122-100, í nótt. Allen Iverson skoraði 37 stig í leiknum og Carmelo Anthony bætti við 22 stigum. Það var hins vegar varamaðurinn JR Smith sem var hálfgerður senuþjófur þar sem hann skoraði 29 stig í leiknum. Iverson var sjóðandi heitur í leiknum. Hann var með átján stig í fyrri hálfleik en Denver var með fimmtán stiga forystu í hálfleik. Í þriðja leikhluta skoraði hann ellefu stig á fyrstu sex mínútunum er Denver jók forystu sína í 27 stig. Iverson hitti úr fjórtán af tuttugu skotum sínum í leiknum og bætti við átta stoðsendingum. „Mér fannst eins og að ég væri að kasta steinum í hafið," sagði Iverson. „Það er góð tilfinning þegar maður kemst í slíkan takt." LeBron James átti fínan leik og skoraði 27 stig en í þetta skiptið tókst andstæðingnum að halda aftur af liðsfélögum hans. Hinir fjórir byrjunarliðsmennirnir skoruðu samtals sautján stig og voru langt, langt frá sínu besta. Larry Hughes var með þrjú stig, Drew Gooden fimm og Zydrunas Ilgauskas ekki nema tvö stig. Ira Newble komst reyndar ágætlega frá sínu og skoraði sautján stig og tók átta fráköst.
NBA Mest lesið Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Handbolti Bað um nýtt herbergi í Zagreb Handbolti Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Fótbolti Í beinni: Man. Utd. - Southampton | Dýrlingarnir koma á Old Trafford Enski boltinn HM í dag: Allslaus leikmaður Kúbu með vindla til sölu Handbolti Björgvin um harmleikinn: „Hefði alveg getað verið ég“ Sport Ísland sennilega ekki úr milliriðli en 14,2 prósent líkur á undanúrslitum Handbolti „Fíaskó“ og Norðmenn í lítt eftirsóttan hóp með strákunum okkar Handbolti Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Handbolti Fleiri fréttir „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Leik lokið: Höttur - Grindavík 63-64 | Kane með sigurkörfuna í miklum spennuleik Leik lokið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Leik lokið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannar slást og minnast Ölla Leik lokið: KR 102 - 99 Þór Þ. | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum „Fann að það héldu allir með okkur“ „Kjafturinn á honum stoppaði ekki allan tímann“ Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Sjá meira