
Körfubolti
Stjörnuleikurinn verður í Phoenix árið 2009

Nú hefur verið staðfest að hinn árlegi stjörnuleikur í NBA deildinni fari fram í Phoenix árið 2009. Leikurinn fór síðast fram í borginni árið 1995 þegar stórskyttan Mitch Richmond var valinn verðmætasti leikmaðurinn í stórsigri vesturliðsins. Stjörnuleikurinn 2008 verður haldinn í New Orleans í febrúar.