Þingkosningum frestað Guðjón Helgason skrifar 4. nóvember 2007 11:56 Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði. Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira
Útlit er fyrir að fyrirhuguðum þingkosningum í Pakistan í janúar verði fresað um óákveðinn tíma. Musharraf forseti tók sér alræðisvald í landinu með neyðarlögum í gær. Hann segist hafa gripið til þess ráðs til að forða landinu frá glötun. Musharraf ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi og skýrði ákvörðun sína. Hann sagðist hafa fundið sig knúinn til að grípa í taumana og forða landinu frá glötun. Ofbeldisverk öfgamanna og afskipti dómsvaldsins af framkvæmdavaldinu hafi lamað stjórn landsins. Musharraf vann sigur í forsetakosningum á þingi í október og átti nýtt kjörtímabil að hefjast nú eftir helgina. Enn var þó á huldu hvort hann gæti tekið við þar sem hæstiréttur átti enn eftir að úrskurða um kjörgengi hans. Musharraf rak dómsforsetann í gær og skipaði nýjan í staðinn. Þeir sem eftir sátu í dómnum voru látnir sverja hollustueið. Hæstarétti var síðan bannað að fella neyðarlögin úr gildi. Samkvæmt þeim er búið að skerða ýmis stjórnarskrárvarin réttindi. Lögregla hefur rýmri heimildir til að handtaka fólk. Þeir sem teljist grunaðir um ólöglegt athöfi fái takmarkaðan aðgang að lögfræðingum. Búið er að skrúfa fyrir útsendingar einkarekina sjónvarpsstöðva. Þeir fjölmiðlar sem enn eru í loftinu fá ekki að fjalla um sjálfsvígssprengjuárásir eða aðgerðir hersins. Fjölmargir stjórnarandstæðingar hafa verið handteknir og margir settir í stofufangelsi. Þar á meðal leiðtogi stjórnmálaflokks Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra, en Sharif sjálfur er í útlegð. Hann reyndi að snúa aftur heim fyrir skömmu en var umsvifalaust sendur aftur úr landi. Benazír Búttó, fyrrverandi forsætisráðherra, sem sneri heim úr útlegð í síðasta mánuði, ætlar sér að berjast gegn ákvörðun forsetans. Ekki verði hægt að líða aðgerðir sem þessar. Tilkynnt var í morgun að þingkosningum - sem fyrirhugaðar voru í janúar - yrði líkast til frestað. Búttó hafði stefnt á framboð í þeim og að endurheimta forsætisráðherra embættið. Óvíst hvenær og þá hvort af þeim verði.
Erlent Fréttir Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Sjá meira