Ráðist gegn PKK Guðjón Helgason skrifar 3. nóvember 2007 12:14 Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Spenna hefur magnast á landamærunum síðustu vikurnar en skæruliðar Kúrda hafa gert fjölmargar árásir í landamærahéruðum Tyrkja og fellt fjölmarga. Síðan hafa þeir skotist aftur yfir landamærin til bækistöðva sinna í Norður-Írak. Tyrkneska þingið hefur veitt her Tyrkja heimild til innrásar svo koma megi í veg fyrir árásir Kúrda. Ráðamenn í Ankara segja það þó síðasta kostinn um leið og hundrað þúsund hermenn bíða skipana við landamærin. Tyrkir hafa beðið Íraka og Bandaríkjamenn um að taka á skæruliiðunum en fátt hefur verið um svör - deilendur aðeins hvattir til að sýna stillingu enda óttast Írakar og Bandaríkjamenn að ef af innrás yrði myndi ástandið versna á eina friðvænlega svæðinu í Írak og vandinn breiðast út um allt landið. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom þó til Tyrklands í gær og sagði við það tækifæri að skæruliðar Kúrda og samtök þeirra, PKK, væru óvinir Bandaríkjamanna ekki síður en Tyrkja. Nouri al-Maliki, forsætsiráðherra Íraks, situr nú ráðstefnu um öryggismál í Írak sem haldin er í Istanbúl í Tyrklandi. Í ræðu í morgun hét hann því að hart yrði tekið á skæruliðum Kúra og að skrifstofum PKK yrði lokað. Talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar tók í sama streng í viðtali við Reuters fréttastofuna skömmu síðar. Hann bætti við að hernaðaraðgerðir kæmu til greina - allir möguleikar væru á borðinu. Skömmu síðar bárust fréttir af því að skrifstofum PKK hefði verið lokað. Hvort það dugar Tyrkjum er óvíst - og enn bíðar hermenn þeirra við landamærin. Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira
Hérðasstjórn Kúrda lét í morgun loka skrifstofum skæruliðahóps aðskilnaðarsinna í norðurhluta Íraks. Forsætisráðherra landsins sagði í morgun að allt yrði gert til að stöðva skæruliðana og koma í veg fyrir innrás Tyrkja. Spenna hefur magnast á landamærunum síðustu vikurnar en skæruliðar Kúrda hafa gert fjölmargar árásir í landamærahéruðum Tyrkja og fellt fjölmarga. Síðan hafa þeir skotist aftur yfir landamærin til bækistöðva sinna í Norður-Írak. Tyrkneska þingið hefur veitt her Tyrkja heimild til innrásar svo koma megi í veg fyrir árásir Kúrda. Ráðamenn í Ankara segja það þó síðasta kostinn um leið og hundrað þúsund hermenn bíða skipana við landamærin. Tyrkir hafa beðið Íraka og Bandaríkjamenn um að taka á skæruliiðunum en fátt hefur verið um svör - deilendur aðeins hvattir til að sýna stillingu enda óttast Írakar og Bandaríkjamenn að ef af innrás yrði myndi ástandið versna á eina friðvænlega svæðinu í Írak og vandinn breiðast út um allt landið. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom þó til Tyrklands í gær og sagði við það tækifæri að skæruliðar Kúrda og samtök þeirra, PKK, væru óvinir Bandaríkjamanna ekki síður en Tyrkja. Nouri al-Maliki, forsætsiráðherra Íraks, situr nú ráðstefnu um öryggismál í Írak sem haldin er í Istanbúl í Tyrklandi. Í ræðu í morgun hét hann því að hart yrði tekið á skæruliðum Kúra og að skrifstofum PKK yrði lokað. Talsmaður írösku ríkisstjórnarinnar tók í sama streng í viðtali við Reuters fréttastofuna skömmu síðar. Hann bætti við að hernaðaraðgerðir kæmu til greina - allir möguleikar væru á borðinu. Skömmu síðar bárust fréttir af því að skrifstofum PKK hefði verið lokað. Hvort það dugar Tyrkjum er óvíst - og enn bíðar hermenn þeirra við landamærin.
Erlent Fréttir Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Sjá meira